Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 73
71
ORÐ
OG
ORÐA8AMBÖND
Hér £ara á eftir orð og orðasambönd með réttrí og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í islenzkri tungu og auk þú ivið orðaforða þinn með
þvi að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig gietu
sína, þ.e. 0,5 fyrir hvert algerlega rétt svar. E'f þú finnur rétta merkingu
19—20 orða, ertu að likindum mjög fróöur, en fróöur, ef þú færð 17—18
orð rétt. Ef þú þekkir færri en 10, ertu fdfróöur.
1. flumt: léttúð, hlátur, háð, dylg.iur, hismi, rykögn, skima, glampi.
2. að sjá örmu á e-m: að verða var við viðbrögð hjá e-m, að sjá áverka á
e-m, að sjá, að e-r er i léttu skapi, að sjá, að e-r er niðurdreginn, að vor-
kenna e-m, að öfunda e-n, að gleðjast yfir óförum a-s.
3. bölvís: orðljótur, ólánsamur, vorkunnlátur, illgjarn, lánsamur, óheppinn,
svartsýnn, þunglyndur.
4. gróm: káf, fræ, derringur, korgur, rödd, gróður, slor, óhremindi.
5. purk: hvísl, aðsjálni, óaðgætni, örlæti, nízka, lymska, skrjáf, fyrirhöfn.
6. ófreski: skrímsl, skyggni, óvættur, mygla, illkvittni, afskiptaleysi, heimska.
7. að láta arka að auðnu: að reyna að komast áfram í lifinu, að eyðileggja,
að ana út i ógöngur, að láta fara sem vill, að sýna yfirgang.
8. flæsa: gála, í hársverði, óðagot, sögusmetta, regnskúr, snjókoma, smá-
þerrir.
9. ótyrrinn: rólyndur, ágengur, gæfur, hugaður, rustafenginn, órólegur,
frekur.
10. að veita e-m ásjá: að ræða við e-n, að hjálpa e-m, að meiða e-n, að
elta e-n, að taka vel e-m, að vinna gegn e-m.
11. sjóli: sláni, maður, dáti, þjónn, háseti, sonur, konungur, stórmenni,
monthani.
12. að stimpast: að reyna, aö hrasa, að sveiflast, að riða, að tuskast (i
gamni), að sýna þrjózku, að ryðjast áfram.
13. gjóla: fata, áhald, ihríð, slydda, kaldur vindur, augnatillit, úlpa, hrím,
ýlfur.
14. pus: róður, ágjöf, þrældómur, áflog, slór, iðni, ígerð.
15. ambaga: rangmæli, ófrjáls kona, heyvinnuáhald, bögumæli, visa, rifin
úlpa, frumdýr, útúrsnúningur.
16 hask: basl, viðureign, slór, hristingur, áreynsla, átök, flýtir.
17. áverki: sár, verkefni, áhald, sársauki, meiðsli, afköst, ónytjungur.
18. hvomur: sláni, ribbaldi, flautaþyrill, risi, draugur, matgoggur, gin, ófreskja.
19. fiautir: rjómaskán, hroðvirkni, þeytt undanrenna, tólg, súrmeti, asi.
20. ótyrmi: ófreskja, níðingur, úrþvætti, lamb, sem dafnar illa, kálfur, sem
fæðist fyrir tímann, pestarrolla, mergð, tvikynja dýr.
Sjá svör á næstu síðu.