Úrval - 01.07.1968, Side 76
Öþekkt
selategund
Fundizt hefur við Kúrileyjar
selategund, óþekkt áður. Selur
þessi sem heimamenn á Kúril-
eyjum kalla „antur“, gerir mikinn
mun á þeim fiski sem veiddur er
til átu, og hinum, sem enginn vill
nýta.
Hann leggur sér eingöngu til
munns það, sem menn vilja ekki
nýta, krabba og lindýr.
Antur er stór selur, hann vegur
allt að því 200 kg. Hann er þétt-
hærður og stríhærður og flekkótt-
ur eða flikróttur — eða einlitur.
Sumir af þessum selum eru ljós-
gráir, sumir bleikir eða Ijósbrúnir,
einstaka tegund er svört, og skinn-
ið, vafið í skrauti, sem minnir á
knipplinga, ýmist strjálu eða þétt-
settu, hringlaga og svartur depill í
miðju.
'Þegar antur fannst við Kúrileyj-
ar árið 1963, var haldið að þetta
væri afbrigði af algengri selateg-
und. En svo kom það í ljós, að
þetta var áður óþekkt selategund.
Auk þess að hafa fundizt á Kúril-
eyjum, hefur tegund þessi sézt með-
fram strandlengju Commander Is-
lands og Kamtsjaka. Sum afbrigð-
in hafa sézt við Aljútaeyjar og á
vesturströnd Norður-Ameríku.
Svo hefur talizt til að við strend-
ur Sovétríkjanna séu 5—6000 selir
til af þessari tegund.
74
75