Úrval - 01.07.1968, Side 94
Wer stundir knrna á sérhverju hjónahandv, er eiginmaðurinn og
eiginkonan gera sér skyndilega grein fyrir því, að þau eru hvort
öðru á vissan hátt sem tvær ókunnar persónur.
Hví eru hjónabönd
oft sem samband tveggja
ókunnugra persóna?
Eftir DR. JESSIE BERNARD OG 'NOMAN LOBENZ
Þær stundir koma á sér-
hverju hjónabandi, er
eiginmaðurinn og eigin-
««5®* konan gera sér skyndi-
lega grein fyrir því, að
þau eru hvort öðru á vissan hátt
sem tvær ókunnugar persónur.
Þetta er undarlegt og næstum
ógnvænlegt, því að langflest hjón
hefja sambúð sína með fullri vissu
um, að þau muni deila hinum
innstu hugrenningum og duldustu
tilfinning'Um hvort með öðru. Eig-
inmaðurinn og eiginkonan vona
bæði fastlega, að þeim takist að
skilja hvort annað fullkomlega.
Eiginmenn og eiginkonur kynn-
ast auðvitað hvort öðru mjög vel,
92
en einmitt það verður til þess, að
eiginmanninum eða eiginkonunni
finnst það enn ógnvænlegra, þegar
einhver verknaður, sem ef til vill
er framkvæmdur á hættustundu,
eða skoðun, sem þá er kannske lát-
in í ljós af makanum, opnar augu
eiginmannsins eða eiginkonunnar
fyrir því, að hinn ástkæri maki er
enn á vissan hátt sem alger leynd-
ardómur, sem erfitt er að skilja.
Eiginmenn og eiginkonur eiga
erfitt með að spá fyrir um það,
hvað makanum líkar vel eða illa,
jafnvel þótt um smámuni sé að
ræða. Við tilraunir, sem gerðar
voru af hópi sérfræðinga, kom það
fram, að hjónin gátu g'etið sér til
Readers Digest