Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
á óljósan hátt án nokkurra orða, og
ráða í merkingu þeirra. Þær eru
leiknari í að skynja tilfinningaleg
blæbrigði, sem ljóstra upp um breyt-
ingar á tengslum manna, jafnvel
þótt þær breytingar hafi ekki verið
viðurkenndar í orðum né á nokk-
urn annan meðvitaðan hátt. Konur
tilheyra enn hinu veikara kyni, og
því þurfa þær þess með að geta séð
hitt og þetta fyrir og skilið til þess
að geta komið sínu fram.
En hæfileikinn til þess að skilja
vel og af miklum næmleika er jafn-
vel ekki heldur nein trygging fyrir
því, að makinn muni samt ekki
halda áfram að vera sem ókunnug
manneskja að sumu leyti.
Þrátt fyrir hin innilegu tengsl,
sem geta skapazt milli hjóna, koma
samt þær stundir, þegar hjónunum
mæta vandamál, sem ástin getur
ekki leyst, þótt mjög góður vilji sé
fyrir hendi, og eiginmaðurinn eða
eiginkonan verður furðulostin vegna
hegðunar maka síns, sér til mikillar
sorgar eða gleði, eftir því hvernig
viðbragðið er.
Sú staðreynd, að ýmislegt óvænt
getur þannig gerzt, er ekki alltaf
slæm í eðli sínu. Hvaða eiginmaður
eða eiginkona mundi kæra sig um
að vita um allar tilfinningar eða
kenndir maka síns eða að makinn
vissi um allt slíkt undantekningar-
laust? Sé ekki um neitt óvænt að
ræða á tilíinningasviðinu, getur slíkt
ástand gert út af við hjónabandið
vegna hins seigdrepandi leiða, sem
slíku fylgir.
En eiginmenn og eiginkonur geta
samt á mörgum sviðum ráðið því,
hversu breitt bilið er á milli þeirra.
Og vilji annar aðilinn mjókka bilið,
hvílir á honum sú ábyrgð að reyna
að Skilja og reyna einnig að verða
skilinn af hinum aðilanum.
Við höfum öll tilhneigingu til þess
að halda, að þeir, sem skilja ekki
tilfinningar okkar, séu mjög tilfinn-
ingasljóir. Okkur hættir til þess að
segja eða hugsa eitthvað á þessa
leið: „Fyrst þú veizt þetta ekki, get
ég ekki sagt þér það.“ En það er
einmitt þetta, sem við verðum að
gera. Við verðum að veita maka
okkar þær upplýsingar, sem hann
þarfnast til þess að vera fær um að
skilja okkur.
Það þarf ást til þess að geta tengt
slíka vitneskju samúðarríkum skiln-
ingi. Ástin veitir hvatninguna til
þess að sýna þá viðleitni til skiln-
ings, sem er nauðsynleg fyrir hjón-
in, ekki aðeins til þess að mynda
eins náin tengsl sín á milli og unnt
er, heldur einnig til þess að taka
því með þolinmæði og skilningi, þótt
enn sé um að ræða eitthvert óbrúað
bil þeirra í milli.
Táningastelpa, sem er að máta nýjan kjól, spyr afgreiðslustúlkuna
í búðinni: „Má ég skiia honum aftur, ef foreldrum mínum likar
liann vel”?
F.H.B.