Úrval - 01.07.1968, Side 108
106
URVAL
tvöföld tundurskeytanet, og var
þeim haldið uppi með flotholtum.
Það sem Wallis að lokum datt í
hug, var að koma sprengiefninu að
veggnum í líki kúlulaga sprengju,
sem myndi fleyta kerlingar eftir
vatnsyfirborðinu. Hreyfiorka
sprengjunnar myndi þeyta henni yf-
ir flotholtin.
Wallis ákvað að reyna kenningu
sína með því að láta marmarakúlu
hoppa á þennan hátt, en kúluna
fékk hann að láni hjá Elísabetu
dóttur sinni. Hann dró baðkerið út
í garð, fyllti það af vatni og reisti
slöngvivél, sem var nokkrum þuml-
ungum hærri en vatnsyfirborðið.
Síðan strekkti hann þræði yfir kar-
ið til þess að mæla hæðina sem kúl-
an hoppaði, og skaut henni frá
slöngvivélinni. Hún féll í vatnið,
hoppaði og fór yfir þræðina.
Asamt Elísabetu og þremur yngri
systkinum hennar, sem fannst þetta
allt óttarlega dularfullt, eyddi Wall-
is öllum morgninum við að láta
marmarakúluna hoppa, reyndi það
úr mismunandi hæð og notaði kúl-
ur af mismunandi þyngd. Um há-
degisbil voru þau öll orðin gegn-
vot, en ánægð, og sérstaklega Wall-
is.
Margir mánuðir voru liðnir síð-
an Stífluloftárásarnefndin hafði
haldið sinn fyrsta fund. Þeir voru
tregir til að samþykkja að enn ein
eftirlíking skyldi byggð fyrir
sprengitilraunir. En í þetta sinn
varð árangurinn næsta ógnvekjandi.
Wallis sprengdi hvern vegginn á
fætur öðrum, og leitaði eftir því,
hversu lítið sprengiefni þurfti til.
Brátt vissi hann, að við sprenging-