Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 109
STÍFLUBRJÓTARNIR
107
una í vatninu þurfti ekki mikið af
sprengiefni til að sprengja nægilega
stóit gat á 6 þumlunga þykkan vegg.
Hann myndi aðeins þurfa 6500 pund
af RDX til að sprengja Möhn stífl-
una, og með hinni nýju ,,hoppandi“
hugmynd sinni þurfti aðeins um
3000 pund í umbúðir utan um
sprengjuna, þannig að öll sprengj-
an varð samanlagt innan við fimm
tonn. Lancaster vélarnar gátu flutt
þær til Ruhr.
GR.HNT LJÓS
Vopnaður útreikningum og kenn-
ingum hélt Wallis á fund Sir Henry
Tizards. „Aðalatriðið nú er að vita
hvort þetta uppátæki yðar virkar
nú í raun og veru“, sagði Sir Henry.
Wallis, sem hafði framkvæmt
mjög ítarlega rannsókn á stíflu-
fræði sinni svaraði: „Ég veit um
gamla ónotaða stiflu í Radnorshire,
sem borgaryfirvöldin í Birmingham
eiga. Við gætum reynt að sprengja
hana í loft upp“,
Eftir smá fortölur fékkst sam-
þykki borgaryfirvalda Birmingham.
Stífla þeirra var fyrirtaks tilrauna-
stífla, um 150 á lengd og mjög þykk.
Wallis áætlaði að mótstaða hennar
væri % af mótstöðu Möhn-stíflunn-
ar. Hann reiknaði út minnsta magn
af RDX, sem þyrfti til að sprengja
hana, setti sprengiefnið í lokað hylki
og lét það síga niður í vatnið á bak
við stífluvegginn. Hann faldi sig
bak við kletta nokkra, sem ekki
voru langt þar frá og taugar hans
voru mjög spenntar þegar hann
þrýsti á sprengjuroíann. Vatnið
þeyttist í 100 feta hæð, stífluvatnið
varð eins og ólgandi hafsjór, stein-
Daginn eftir árásina:
Vatniö flœðir enn gegnum hina
sprengdu Möhnstíflu.
Að ofan t.v.:
Vatnið í Möhn stíflunni fyrir
árásina.
Að neöan t.v.:
Könnunarinyncl tekin daginn eftir.
Raforkuveriö fyrir neðan stífluna
algerlega umflotið.