Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 111
STÍFLVBRJÓTARNIR
109
um vonbrigðum, en hann hélt á-
fram: „Ég hef hér hugmynd um
hvernig hægt er að eyðileggja raf-
magnsstíflur í Þýzkalandi. Áhrifin
af þessu á landið myndu verða ógn-
vekjandi", sagði hann.
Harris starði kuldalega á hann
yfir gleraugu sín. ,,Ég hef heyrt á
þetta minnzt. Þetta er alltof lang-
sótt“.
Wallis sagðist vilja útskýra mál-
ið, og tók urrið í Harris sem já-
kvætt svar. Að lokum sagði Harr-
is: „Ef þér haldið að ég ætli að láta
yður fá heila herdeild af Lancaster
vélum, þá hefur yður skjátlazt. Þér
fáið ekkert af því tagi“.
Wallis tók að reiðast, og Summ-
ers sem þekkti þrjóskuna í Wallis
og skapbræðina í Harris, sparkaði
í Wallis undir borðinu. „Við viljum
ekki fá heila herdeild af Lancaster
vélum strax“, sagði Wallis. „Okkur
langar til að reyna sprengjuna fyrst
með einni vél“.
„Takist þetta þannig að eitthvað
vit sé í skal ég útvega ykkur her-
deildina“, sagði Harris. „En ég er
orðinn þreyttur á því að láta hálf
vitlausa vísindamenn vera að segja
mér fyrir verkum“.
Summers sparkaði aftur í Wallis
og spennan í loftinu minnkaði þeg-
ar hann sagði: „Við erum hérna
með filmu, sem sýnir greinilega
hvað á sér stað“.
Þegar ljósin kviknuðu aftur í sýn-
ingarherbergi yfirforingjanna var
ekkert hægt að lesa út úr svip Harr-
is. „Mjög athyglisvert, É'g skal at-
huga þetta“, rumdi í honum.
26. febrúar 1943 var Wallis stefnt
í Whitehall og sagt: „Stíflufyrirtæk-
ið verður i'yrir alla muni að halda
áfram, og árásina má ekki undir
nokkrum kringumstæðum gera
seinna en í maílok“. Wallis var smá-
tíma að melta þetta. Yfirmaður alls
flughersins hafði samþykkt ráða-
gerð hans. Og nú hafði Churchill
sýnt henni áhuga.
HERDEILD VERÐUR TIL
Á næstu vikum hugsaði Wallis
oft um það hryggur í bragði, að
eftir svona langan aðdraganda færi
allt nú fram með meiri hraða en
hann kærði sig um. Líf hans var
þrotlaus vinna frá dögun til mið-
nættis, áætlanagerð, teikningar og
umræður. Wallis sagði aldrei frá
því, hvaða hlutverki sprengjum
hans var ætlað, eða hvenær eða
hvar ætti að nota þær. Sérhver
maður hafði sitt ákveðna hlutverk
og vissi ekki hvað náunginn var að
gera.
Daglega flaug hraðfleyg Mosquito
vél í 25000 feta hæð yfir stíflunum
og tók myndir af mannvirkjunum
og hækkandi stífluvatninu, en vél
þessi fór alltaf mismunandi leiðir á
áfangastað til að villa um fyrir
Þjóðverjum. Brátt mátti sjá ógn-
vekjandi atriði á myndum þessum.
Á Möhn stíflunni voru sex byssu-
hópar, sumir hóparnir voru ofan á
sjálfri stíflunni, í tveimur turnum,
sem þarna voru til skrauts, en á
milli þeirra urðu vélarnar að fljúga.
Ennfremur var verið að lagfæra
tundurskeytanet stíflunnar, ef til
vill var þetta aðeins venjulegt eft-
irlit, og þarna var heppnin með,
Þjóðverjar voru ekki að gera ann-
að en að líta eftir.