Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 112
110
ÚRVAL
En í þessu felst lítil saga. Yfir-
borgarstjóri nokkur á Ruhr svæð-
inu, að nafni Dillgardt, gerði ekki
annað en að biðja yfirvöldin í
Miinster að styrkja varnir stóru
stíflanna, t.d. á Möhn og Eder. Þótt
skrítið sé, hafði þessi leikmaður
sömu hugmyndir og Wallis. Hann
sagði, að ef stór sprengja spryngi
djúpt niðri í vatninu nálægt stíflu-
veggnum, gæti þrýstingurinn
sprengt gat á vegginn, Hann spáði
því jafnvel að slík árás yrði gerð í
maí, þegar stífluvötnin væru full.
Stundum friðuðu þýzku yfirvöld-
in hann með því, að setja upp loft-
varnarbyssur og kastljós í kringum
Möhn stífluna en fjarlægðu síðan
hvort tveggja að fáeinum vikum
liðnum. Bréfaskriftirnar milli yfir-
borgarstórans og yfirvaldanna urðu
gífurlegar. Hinn þrái Dillgardt hélt
áfram að minna á vandamálið þar
til einn góðan veðurdag, að sár-
þreyttur hershöfðingi skrifaði stutt-
lega:
Herra!
Þess gerist ei þörf að þér skrif-
ið reglulega til að tilkynna okkur
hversu mikið vatn sé í stíflunum.
Heil Hitler!
Hvað yfirvöldin snerti, voru þetta
málalokin.
15. marz sendi Sir Arthur Harris
eftir aðstoðarflugmarskálknum Sir
Ralph Cochrane, snaggaralegum,
skarpgreindum manni. Hann varný-
lega orðinn yfirforingi fimmtu
sprengjuárásar-herdeildarinnar.
Cochrane þekkti Barnes Wallis vel,
því hann flaug fyrstu tilraunaflug-
bátum hans í fyrri heimsstyrjöld-
inni og prófaði legufæri þeirra, sem
Wallis hafði teiknað.
„Þér þekkið vinnubrögð hans“,
sagði Harris. „Ég vil að þér skipu-
leggið árásina. Það sem ég hef í
huga, er ný herdeild, skipuð reynd-
um mönnum, sem nýlega hafa lok-
ið nokkrum árásarferðum. Einhverj-
um af duglegu strákunum er sama,
þótt þeir fari eina ferð í viðbót. Og
ég vil að Gibson stjórni ferðinni“.
Næsta morgun reis smávaxinn
maður, breiðleitur en laglegur, seint.
úr rekkju, með vélarhljóð syngjandi
i eyrunum. Kvöldið áður hafði hinn
25 ára gamli flugstjóri Guy Gibson,
sem þegar hafði hlotið heiðursmerki
fyrir afrek sín, flogið Lancaster vél
frá Stuttgart á þrem hreyflum, og
lauk með því 173. ferð sinni, þeirri
síðustu í þriðja áfanga.
Hann lá og lét sig dreyma um
fríið sem hann átti í vændum og
ætlaði að eyða í Cornwall. Hann
varð því ekki hrifinn, þegar leyfið
var afturkallað. Hann var sendur
til aðalstöðva fimmtu deildarinnar
í Grantham í Lincolnshire, þar sem
Cochrane sagði honum tíðindin.
„Þetta verður ekki nein venjuleg
árás, og það er ekki hægt að fram-
kvæma hana á næstu tveimur mán-
uðum, Þjálfunin gegnir hér mjög
mikilvægu hlutverki“.
„Hvers kyns þjálfun, herra“?
spurði Gibson. „Og hvernig er skot-
markið“?
„Lágflug um nótt“, sagði Coch-
rane. „Þetta verður að gerast með
mestu nákvæmni. Því miður get ég
ekkert sagt um skotmarkið ennþá.
Það sem liggur fyrst fyrir er að