Úrval - 01.07.1968, Síða 113
STÍFLUBRJÓTARNIR
111
safna saman áhölrum og koma þeim
í loftið“.
Gibson myndaði sína sérstöku X-
herdeild, eins og hún var látin heita
til að byrja með, og hún hélt til á
sprengjuflugvellinum í Scampton,
nálægt Lincoln. Næstu fimm daga
vann hann ásamt öðrum liðsforingj-
um við að velja 147 menn, (21 á-
höfn, 7 menn í hverri), ásamt stai'fs-
liði á jörðu niðri. Einnig skipulögðu
þeir ýmsa aðra hluti, pöntuðu það,
sem herdeildin þurfti til afnota, allt
frá rúmteppum í vörubíla, ásamt
því mikilvægasta, sem var afhend-
ing 10 Lancaster véla. Meira var í
vændum.
Stuttu fyrir kvöldverð 21. marz,
kom Gibson til Scamptonflugvallar
til þess að taka formlega við for-
ystunni. Á hæla honum kom Nigg-
er, stóri svarti Labradorhundurinn
hans, sem fylgdi honum hvar sem
var á jörðu niðri, og fór jafnvel í
æfingaflug með honum. Sumar af
áhöfnum Gibsons, þar á meðal hans
eigin og þrjár aðrar, sem hann hafði
fengið úr gömlu 106. herdeild sinni,
voru þegar í matsal liðsforingjanna
með bjórkrúsir í höndum. Meðal-
aldur þeirra var 22 ár, en þeir voru
allir reyndir flugmenn. Allir höfðu
í það minnsta einn áfanga að baki í
árásarhernaði, sumir tvo og alls-
staðar sáust DFC afreksmerkin.
Um morguninn kallaði Gibson á-
hafnirnar inn í upplýsingaherberg-
ið. „Þið eruð hérna sem bráða-
birgðaherdeild, til að vinna að verki
sem gæti leitt stríðið fyrr til lykta
að því að mér er sagt“, sagði hann.
„Ég get ekkert sagt ykkur um skot-
markið. Allt og sumt, sem ég get
sagt ykkur er að þið eigið að æfa
lágflug dag og nótt þangað til að
þið getið gert það með lokuð aug-
un“,
Það fór kliður um herbergið þeg-
ar þeir heyrðu minnzt á lágflug.
Einn sagði upphátt „Tirpitz“! Þetta
45000 tonna ósökkvandi herskip lá
í einum Noregsfirði, ógnvekjandi
rússneskum skipalestum og var ban-
vænt skotmark.
Gibson varaði þá við: „Rasið ekki
um ráð fram. Ef til vill er það Tirp-
itz, ef til vill ekki. Hvað svo sem
það er, þá vil ég að þið séuð til-
búnir. Ef ég segi ykkur að fljúga
að ákveðnu tré í Mið-Englandi, þá
vil ég að þið getið gert það. Aginn
er nauðsynlegur, einnig öryggið.
Allskyns orðrómur er á kreiki, en
þið verðið að steinþegja. Ef við get-
um komið þeim á óvart, þá mun allt
ganga vel. En — ef þeir bíða eftir
okkur, þá . . . . “ Hann leit yfir þögl-
an hópinn.
Þremur dögum seinna hafði flug-
málaráðuneytið sett númer 617 á
X-herdeildina, og þá fóru málin
einnig að skýrast dálítið. Gibson
heimsótti skrifstofu Wallis í Burhill
við Weybridge. Þegar Gibson við-
urkenndi að hann hefði ekki hug-
mynd um hvert skotmarkið væri,
andvarpaði Wallis og varð skelk-
aður: „Það var nú verri sagan. Ég
má ekki segja það neinum, sem
ekki er á þessum lista“. Hann veif-
aði blaðsnepli að Gibson. Gibson
sá, að aðeins voru um sex nöfn á
listanum.
Wallis fór samt með Gibson inn
í lítið kvikmyndaherbergi. Þar sá
hann kvikmyndatjaldið lýst upp