Úrval - 01.07.1968, Síða 118
116
ÚRVAL
í bragði þegar hann kallaði: „Þetta
er allt í lagi, hún springur ekki úr
þessu“.
Gibson ráðfærði sig við sérfræð-
inga í þýzkum loftvarnahernaði og
í sameiningu skipulögðu þeir flug-
leiðirnar. Þeir breiddu úr landa-
bréfum sínum og teiknuðu inn á
þau tvær mismunandi leiðir, sem
fóru fram hjá öllum kunnum loft-
varnaherstöðvum Þjóðverja.
Árásin skyldi gerð í þrem áföng-
um. Gibson yrði í fararbroddi 9
flugvéla, en þær voru í þrem hóp-
um, og þeir myndu fara syðri leið-
ina í átt að Möhn og síðar að Ed-
er; aðrar fimm flugvélar færu síð-
an nyrðri leiðina og réðust á Sorpe,
og enn aðrar fimm skyldu leggja af
stað tveim tímum seinna sem eins-
konar varalið. Ef Möhn, Eder og
Sorpe eyðilegðust ekki í fyrstu
tveimur árásunum átti Gibson að
kalla út varaliðið. Ef árásin tækist
og stóru stíflurnar eyðilegðust, átti
varaliðið að sprengja upp 4 minni
stíflur þar í nágrenninu.
Gibson vissi, að hann gat ekki
leyft Nigger að koma með sér í
þetta árásarflug og því sýndi hann
hundinum mesta heiður, sem hann
gat hugsað sér. Þegar stíflan á Möhn
brysti myndi hann aðeins senda eitt
lykilorð til aðalstöðvanna, þ.e.
„Nigger".
Að morgni 15. maí kom Cochrane
aðstoðarflugmarskálkur til Scamp-
ton flugvallar. Hann var stuttorður
við Gibson, og sagði aðeins: „Ef
veðrið verður hagstætt, farið þið
annað kvöld. Þér getið farið að und-
irbúa áhafnirnar".
Eftir hádegisverðinn lenti Well-
ingtonvél frá Rauða Krossinum á
flugvellinum með Wallis og Mutt
Summers innanborðs. í öllum flug-
skýlunum, matsölunum og svefn-
skálunum heyrðist í hátalarakerf-
inu: „Allir flugmenn, siglingafræð-
ingar og sprengjumiðarar í herdeild
617 eru beðnir um að fara strax til
upplýsingaherbergisins“.
Um 60 menn voru þar saman-
komnir, og meðal þeirra var að-
stoðarleiðangursstjóri Gibsons,
Dinghy Young, rólegur þéttvaxinn
náungi. Flugvél hans hafði tvisvar
hrapað, en í bæði skiptin hafði hann
bjargazt á björgunarbát. Einnig
voru þar David Maltby, stórvaxinn,
rólegur Englendingur, John Hop-
good, ljós yfirlitum og laglegur,
Dave Shannon, barnalegur Ástralíu-
búi og Les Munro, alvörugefinn Ný-
Sjálendingur. Sá, sem bar höfuð og
herðar yfir þá alla, var hinn þrek-
vaxni Joe McCarthy, sem hafði ver-
ið strandvörður á Coney eyju, en
gengið í Konunglega Brezka Flug-
herinn áður en Bandaríkin tóku þátt
í stríðinu. Þeir sátu þegjandi á
bekkjunum og biðu. Yfirmaður
flugvallarins, Gibson og Wallis
gengu að upphækkuðum palli fyr-
ir enda salarins.
Gibson sneri sér að þeim með
reglustiku í hendinni. „Nú fáið þið
tækifæri til að eyðileggja meira
fyrir Þjóðverjum en nokkur lítil ár-
ásarsveit hefur áður gert“, sagði
hann. „Brátt munum við gera árás-
ir á helztu raforkuver Vestur-
Þýzkalands“. Kliður fór um sai-
inn, menn voru fegnir að fá að vita
loksins hvað skotmarkið væri. Gih-
son útskýrði fyrir þeim árásarað-