Úrval - 01.07.1968, Side 121
STÍFL UBRJÓTA RNIR
119
Sir Arthur Harris og Cochrane á-
samt Wallis, sem gekk um gólf og
var jafn taugaóstyrkur og verðandi
faðir. Hann gat ekki um annað
hugsað en sprengjuna sína, og starði
öðru hvoru á stóra landakortið á
gaflinum, en stöður flugvélanna
voru merktar jafnóðum inn á það
með blýanti. „Þeir ættu að vera
farnir að nálgast Holland", sagði
Cochrane.
Martin og Hopgood hækkuðu
ílugið og flugu lengra til hliðar,
þannig að erfiðara yrði að hitta
þá þrjá í einu. Tunglskinsglampinn
á sjónum hvarf skyndilega þegar
þeir flugu yfir land, sem óvinirnir
höfðu hernumið.
Lancastervélarnar fimm, sem Mc-
Carthy stjórnaði á nyrðri leiðinni
flugu yfir land á sama tíma. Les
Munro flaug fyrstur yfir hina litlu
hollenzku eyju Vlieland. Ljósglamp-
ar sáust fyrir neðan. Sprengikúl-
urnar þeyttust upp og Munro fann
þegar þær hittu vél hans, en hann
flaug áfram yfir Zuider See.
Þá sagði loftskeytamáður hans
beint fyrir aftan hann: „Við erum
sambandslausir, loftvarnarbyssurn-
ar hafa eyðilagt tækin“. Munro
flaug nokkrar mílur áfram og
reyndi að blekkja sjálfan sig að
hann gæti haldið áfram, en án loft-
skeytasambands gat hann ekki feng-
ið fyrirskipanir um árásina á Sorpe,
og án sambands við áhöfnina gat
hann ekki stjórnað henni. Bölvandi
sneri hann aftur til baka.
Vatnið í Zuider See var dökkt
og slétt, svo erfitt reyndist að á-
ætla rétta hæð, Geoff Rice, sem var
i hóp McCarthys, reyndi að rétta
Lancastervél sína af í 60 feta hæð
með því að nota sprengjuljóskast-
arana, en þeir virkuðu ekki rétt,
og hann flaug því miklu neðar.
Skyndilega varð vélin fyrir miklu
höggi. Það varð mikill hávaði þeg-
ar kviður vélarinnar rifnaði af og
sprengjan féll út. Rice tókst að
lyfta vélinni upp, en um leið flutu
fleiri tonn af vatni inn um brotinn
skrokkinn og höfðu nærri drekkt
afturskyttunni. Vatnið fossaði út úr
vélinni og Rice varð eins og Mun-
roe að snúa aftur til Englands.
Engin veit með vissu, hvenær loft-
varnarbyssurnar skutu niður hinar
tvær vélarnar, en sagt er, að þeg-
ar önnur þeirra féll til jarðar, hafi
sprengja hennar sprungið með mikl-
um ljósglampa, sem lýsti upp um-
hverfið í 10 sekúndur áður en allt
varð aftur dimmt. Skömmu seinna
hrapaði hin flugvélin og var því
McCarthy einn eftir af Sorpe hópn-
um.
Þegar Gibson, Martin og Hop-
good komu yfir Holland flugu þeir
í 40 feta hæð, og sprengjumiðar-
arnir kölluðu upp viðvaranir ef hús
eða tré voru að flækjast fyrir þeim.
Eitt sinn urðu þeir að snögghækka
flugið er þeir nálguðust rafmagns-
staura, og litlu munaði að þeir
flygju á vírana.
Hvað úr hverju gátu þeir búizt,
við þýzkum sprengjuflugvélum, —
það hlaut að vera mikið um að
vera í flugumsjónarherbergjum
Þjóðverja þarna í grendinni. Þeir
flugu því þétt saman í varnarskyni.
Þegar þeir voru rétt komnir fram
hjá Eindhoven sneru þeir aðeins