Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 123
STÍFLUBRJÓTARNIR
121
naglana. Það varð mikill hávaði
fram í vélinni, þegar byssurnar í
turninum tóku að skjóta á vélina.
Gibson kallaði til yfirvélamanns-
ins: „Vertu tilbúinn að kippa mér í
burtu ef ég verð fyrir skot.i“. Stífl-
an kom þjótandi á móti þeim eins
og risi, spúandi eldglæringum;
fnykurinn af sprengingunum fyllti
stjórnklefann og allir hugsuðu hið
sama: „Eftir augnablik verðum við
dauðir“. Spafford öskraði: „Sprengj-
an farin“! Þeir þeyttust yfir stífl-
una og afturskyttan skaut á virkis-
turnana. Loftskeytamaðurinn
kveikti á rauða ljósinu, sem tákn-
aði að árásin hefði tekizt.
Myrkrið huldi „George“ og hún
snarsnerist út eftir dalnum unz hún
var komin úr skotmáli. Gibson
hækkaði flugið, sneri vélinni við
og horfði til baka. Hann heyrði
rödd segja í heyrnartækið: „Þetta
gekk fínt foringi, þetta gekk fínt“.
Vatnið ólgaði. Hvít vatnssúla steig
upp milli turnanna í 1000 feta hæð,
og var eins og draugur í tungls-
ljósinu. Þeir horfðu í lotningu á
vatnið þeytast yfir stífluvegginn.
Eitt augnablik datt þeim í hug að
veggurinn hefði brostið, en öldurn-
ar lægði, stíflan var enn á sínum
stað.
Gibson kallaði: „Halló ,,Mother“,
þið megið reyna núna. Gangi ykk-
ur vel“,
„Allt í lagi, foringi", sagði Hop-
good enn með sinni rólegu rödd.
Hann hvarf út í myrkrið yfir
hæðunum við fjarlægari enda vatns-
ins meðan hinir biðu. Þeir sáu er
kviknaði á ljóskösturum hans,
hvernig geislarnir liðu yfir vatns-
flötinn og mættust er hann var
kominn í rétta hæð. Hann var í
réttri stefnu þegar Þjóðverjarnir
sáu hann og kúlnahríðin byrjaði
að nýju. Hann hélt áfram milli turn-
anna. Hann var að komast á réttan
stað, þegar einhver hrópaði: „Hann
hefur orðið fyrir skoti“!
Rauður glampi sást við innri
tankinn í vinstri væng. Eldtungurn-
ar sáust í kjölfari vélarinnar og
sprengjumiðarinn varð vafalaust
fyrir skoti, því sprengjan féll ekki
í vatnið, heldur á stöðvarhúsið fyr-
ir neðan stífluvegginn.
„Mother“ var komin fram hjá
stíflunni og var að hækka flugið
svo að áhöfnin gæti hent sér út,
þegar bensíntankarnir sprungu með
miklum gný, vængurinn rifnaði af
og vélin féll til jarðar í mörgum
glóandi stykkjum. Sprengjan sprakk
við stöðvarhúsið og lýsti upp um-
hverfið eins og glóandi sól. Allt
þetta tók aðeins fáeinar sekúndur.
Rödd heyrðist í hátalarakerfinu:
„Aumingja Hoppy kallinn11,
Gibson kallaði: „Halló „Popsy“,
eruð þið tilbúnir"? Martin svaraði:
„Allt í lagi foringi, við förum nú“.
„Ég ætla að reyna að villa um fyr-
ir loftvarnabyssunum“, sagði Gib-
son. Hann flaug samsíða stíflunni,
rétt fyrir utan skotmál Þjóðverja.
Nokkrar sekúndur liðu áður en þeir
komu auga á Martin. Kúlnahríðin
lýsti upp loftið, og hann varð að
fljúga í gegnum hana. Martin
stefndi beint á hríðina yfir miðri
stíflunni og byssur hans skutu án
afláts á loftvarnabyssurnar. Skyndi-
lega heyrðist: „Sprengjan farin“, og
á sama augnabliki hæfðu kúlurn-