Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 129
STÍFLUBRJÓTARNIR
brá henni heldur betur þegar hún
opnaði dagblöðin og sá nai'n eigin-
manns síns með stóru letri á for-
síðunum.
Hinir flugmennirnir í herdeild
617 fundu einnig fyrir frægðinni.
Deild úr ástralska flughernum
skrifaði Micky Martin og bað hann
að senda þeim einhvern minjagrip
úr þessari árásarferð, sem gæti
sómt sér á minjasafni hersins. Mart-
in svaraði á þessa leið:
Herra!
Ég hef mikinn áhuga á safni yð-
ar, og sendi yður hér með í þessu
bréfi Möhn stífluna.
Yðar einlægur.
Fyrir neðan undirskrift sína fékk
hann samlanda sinn til þess að
krota: „Opnað af ritskoðuninni.
Innihaldið gert upptækt."
Alls voru veitt 33 heiðursmerki.
Þar á meðal fékk Gibson Viktoríu
krossinn.
27. maí heimsóttu Georg VI og
Elísabet drottning þessa frægu
herdeild. Áhafnirnar stóðu fyrir
framan vélar sínar og biðu þess að
vera kynntar. Gibson hafði skipu-
lagt smásamkeppni um merki deild-
arinnar og eftir hersýninguna bað
hann konunginn að velja einn upp-
dráttinn. Konungurinn kallaði á
drottningu sína sér til aðstoðar, og
í sameiningu völdu þau mynd af
brostnum stíflugarði, vatnið flæð-
andi út um sprunguna og fyrir of-
an voru tvær eldingar. Þar fyrir
neðan stóðu einkunnarorð Madame
de Pompadour: „Aprés nous le
déluge.“
127
EFTIRMÁLI
Það var ekki fyrr en oftir stríðið
að þessar dökku þústir, sem njósna-
ílugvélin uppgötvaði á Möhn stífl-
unni, voru skýrðar. Það voru tré,
sem voru sett þarna til þess að
hylja byssurnar.
Herdeild 617 flýgur ennþá. And-
inn og einkennistalan er hið eina
sem minnir á gamla daga. Sjö mán-
uðum eftir árásarferð stíflubrjót-
anna voru David Maltby og Les
Knight fallnir. Einnig Sam Spaf-
ford og öll áhöfn Gibsons, þeir
féllu er þeir flugu með öðrum flug-
stjóra, Gibson var látinn hætta að
fljúga en hann gat breytt því. Sum-
arið 1944 var hann skotinn niður af
óvinaflugvél og Mosquito-vélin hans
hrapaði til jarðar í Hollandi. Hol-
lendingar hugsa um gröf hans af
mestu natni.
— Joe McCarthy, Dave Shann-
on, Joe Brown, Les Munro, Geoff
Rice og Nicky Martin lifðu af styrj-
öldina. Martin varð frægur sem
næturflugmaður og setti met á leið-
inni London Cape Town í Mos-
quito-vél sinni. í dag stjórnar hann
38. sveit Konunglega Brezka flug-
hersins.
Wallis er nú áttræður, virðulegur
öldungur og býr í Weybridge. Hann
teiknar ennþá við sama vinnuborð-
ið. Þegar honum var veittur kon-
unglegur styrkur að upphæð 10.000
pund fyrir framlag sitt í stríðinu,
stofnaði hann sjóð við gamla skól-
ann sinn, til þess að kosta til náms
börn þeirra flugmanna, sem féllu í
herþjónustunni.
Möhn stíflan er nú eins og áður
og stífluvatnið er griðarstaður fyr-