Úrval - 01.12.1969, Síða 8
6
ÚRVAL
-*jk
smasögur
.um .
stormenm
-*Jje
Á FIMMTÍU ÁRA afmæli Alþýðu-
blaðsins rifjaði Gísli J. Ástþórsson
upp ýmis brosleg atvik frá rit-
stjóratíð sinni. Hann sagði meðal
annars í viðtali í afmælisblaðinu:
„Mér er líka minnisstæð alveg
hroðaleg prentvilla: Eggert G. Þor-
steinsson, núverandi félagsmála-
ráðherra, hét í frétt hjá okkur —
,,Ekkert“. — Þó hann hefði vaðið
í okkur með hríðskotabyssu, þá
hefði það ekki verið nema mann-
legt. En Eggert umgekkst blaða-
menn eins og séntilmaður. Daginn
sem prentvillan kom í blaðinu,
laukst upp hurðin hjá mér og Egg-
ert smeygði höfðinu inn fyrir og
horfði á mig í svo sem fimmtán sek-
úndur án þess að segja orð. Síðan
lokaði hann hljóðlega á eftir sér
og var á burtu. Þetta er eftirminni-
legasta ofanígjöfin sem ég hefi
fengið og um ieið sú prúðmannleg-
asta. Daginn eftir var að brjótast í
mér að senda honum afsökunar-
skeyti, en ég lét ekki verða af því
— því miður, finnst mér núna. Það
átti að hljóða svona: „KÆRI EKK-
ERT. VIÐ MEINTUM EGGERT
MEÐ ÞESSU.“
*
NÓBELSVERÐLAUNASKÁLDIÐ
Ivo Andric er sagður prúður og hæ-
verskur í betra lagi og ber eftir-
farandi saga því fagurlega vitni:
í loftárásunum í heimsstyrjöldinni
síðari, þegar Þjóðverjar réðust á
Júgóslavíu, voru allar götur yfir-
fullar af fólki, sem reyndi eftir beztu
getu að komast undan hættunni.
Ivo Andric sat hins vegar hinn ró-
legasti í stofu sinni og hélt áfram
að skrifa.
Seinna spurði einn vinur hans:
— Hvers vegna í ósköpunum
reyndir þú ekki að flýja líka?
— Það skal ég segja þér, hljóð-
aði svarið. — Ég gekk út að glugg-
anum og sá allt þetta fólk á flótta.
Allir voru að reyna að bjarga ein-
hverjum —• konu, barni eða gam-
almenni. En ég gat engu bjargað
nema sjálfum mér, og mér var þeg-
ar ljóst, að það var lítilmannlegt að
flýja aðeins til að bjarga mínu eig-
in lífi.
%
KNUT HAMSUN á einu sinni að
hafa sagt skopsögu, sem fjallar um
það hversu tillitssamir og kurteis-
ir menn eru gagnvart konum nú
á dögum. Sagan er á þessa leið:
Hinn ungi Larsen kvæntist Brittu,
en hana hafði hann aðeins þekkt í
fjórar vikur. Engu að síður var hann
í sjöunda himni og lék á alls oddi
á brúðkaupsdaginn.
—• Er það ekki undarlegt að hugsa
sér, sagði hann svo hátt að allir
veizlugestir gátu heyrt, — að fyr-
ir aðeins már.uði síðan varst þú
ekki annað en ósköp venjulegt síma-