Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 9
7
númer á vegg á opinberu salerni,
mín elskulega ....
*
HAROLD MCMILLAN, fyrrum for-
sætisráðherra Breta, og Lord Home
höfðu löngum gaman af að segja
hvor öðrum Skotasögur, enda renn-
ur örlítið skozkt blóð í æðum þeirra
beggja. Hér kemur eftirlætissaga
McMillans:
Maður nokkur í Aberdeen hafði
pantað tólf flöskur af frönsku
kampavíni hjá vínsalanum á staðn-
um. Vínsalinn afhenti honum auð-
vitað flöskurnar, en það leið mán-
uður, áður en hann fengi eitt ein-
asta penny frá Skota, sem hafði
notað þessar tólf flöskur. Fór vín-
salinn heim til mannsins og sá þar
nokkrar tómar flöskur úti í einu
horninu.
— Hvað er þetta maður, sagði
vínsalinn hinn reiðasti. — Þér eruð
búnir að drekka úr flöskunum og
ekki farnir að borga eyri fyrir. Hvað
meinið þér eiginlega með þessu?
Og hvers vegna skilið þér ekki tómu
flöskunum aftur?
— Já, en hvað borgið þið fyrir
tómar flöskur, spurði Skotinn þá.
*
KRISTJÁN DAVÍÐSSON, listmál-
ari, hélt eitt sinn sem oftar mál-
verkasýningu í Bogasal Þjóðminja-
safnsins. Meðal gesta var bóndi
nokkur, bersýnilega norðan af landi.
Hann skoðaði hverja mynd mjög
gaumgæfilega og lét nokkrar at-
hugasemdir falla um sérhverja
mynd. Kemur hann þar að lokum,
sem listamaðurinn hafði hengt upp
teikningar sínar. Bóndi nemur
staðar við mynd eina sem er þrjú
breið strik og heljarstór punktur
uppi í einu horninu.
Bóndi lítur á sýningarskrána og
sér að myndin er verðlögð á 1400
krónur. Hrópar hann þá upp, svo
allir heyrðu:
— Þetta hefði maður kallað fjár-
málavit fyrir norðan.
*
EFTIRFARANDI SETNING er höfð
eftir Bernhard Shaw og ber snilld
hans fagurt vitni:
— Það tók mig tíu ár að kom-
ast að raun um, að ég hefði ekki
minnsta snefil af rithöfundarhæfi-
leika. Þá ætlaði ég að hætta, en
það reyndist gjörsamlega ómögu-
legt, því að ég var fyrir löngu orð-
inn heimsfrægur rithöfundur.
#
RÚSSNESKA SKÁLDIÐ Leo Tol-
stoy sagði eitt sinn:
— Þegar ég er kominn með ann-
an fótinn ofan í gröfina, ætla ég
að segja sannleikann inn kvenfólk-
ið, stökkva síðan ofan í kistuna,
skella hart í lás og segja: „Gerið
nú það sem þið getið, kerlingar-
skammirnar ykkar.“
¥