Úrval - 01.12.1969, Page 11
12. HEFTI
28. ÁR
Kafli úr jólapredikun eftir
Jón biskuj) Vídalín.
Þar er enginn réttlátur
Hvað mun því valda, bræður
mínir, að hinir himnesku and-
ar eru svo glaðir á fæðingar-
nóttu mannkynsins endurlausnara?
Ekki þurftu þeir frelsis við, því
þeir höfðu ekki
syndgað, Jesús
hafði Abrahams
og ekki englanna
sæði upp á sig
tekið. Hvað mun
þá valda glað-
værð þessari?
Guðs sonur er að
sönnu þeirra
herra, einninn
eftir manndómin-
um, hefði hann
beðið sinn föður,
þegar hann var í
sinni mestu ang-
ist staddur vor
vegna, þá mundi
hann hafa gefið
honum meir en tólf legíón engla,
englar komu og þjónuðu honum,
þá hann var hartnær yfirgefinn
og svo að segja andskotanum ofur-
seldur, það hann freistaður yrði.
Fyrir því var það ekki að undra,
þótt þeir glaðzt hefðu, ef hinum
nýfædda syni Guðs hefði nokkur
heiður eða upphefð hlotnazt, en
það mátti ekki svo kalla, því Pálus
talar svo hér um,
að hann hafi lítil-
lækkað sj álf an
sig, takandi á sig
þjónsmynd og
orðinn mönnum
líkur. Það fyrsta
hann sá þessa
vesala heims ljós,
var hann lagður í
eijnn stall, og
skömmu þar eftir
varð hann land-
flótta, og um allar
sínar ævistundir
hafði hann ekki
þar hann kynni
höfði sínu að
halla að. Því sýn-
ist svo sem að hans kjörum væri
ekki svo mjög að fagna í þetta
sinn. Hvað þá, bræður mínir? Vér
vitum eftir st. Páls munni, að engl-
arnir eru þjónustusamir andar, út-