Úrval - 01.12.1969, Page 12

Úrval - 01.12.1969, Page 12
10 ÚRVAL sendir þeim til þjónkunar, er sálu- hjálpina erfa skulu, og þótt að vér séum vesalir og syndugir, þá er þó meiri gleði hjá þeim í himninum yf- ir einum syndara, sem iðran gjörir heldur en yfir níu og níutíu réttlát- um. Þar af er auðsætt, að þessar Guðs hersveitir hafa svo tekið ást- fóstri við oss, auma menn, þótt vér séum þeim að öllum eðlisháttum ó- líkir, að þeir gleðjast yfir sérhverju því happi, er nokkur af oss hlýtur. En ef þeir svo gleðjast yfir allri gæfu vorri, því mundu þeir þá ekki venju framar lýsa þessum fagnaði, þegar oss á næturtíma upp rann sú sól, er aldrei hefur nokkur fegri yf- ir heiminn skinið, og þegar oss sú heill að höndum kom, af hverri allra Guðs barna, ríkra og fátækra, hærri og lægri stéttar, nálægra og fjar- lægra, fæddra og ófæddra, tíman- leg og eilíf heill og hamingja upp sprettur og fram flýtur. Þess getur Jóhannes, er hann segir, að af hans fyllingu höfum vér allir meðtekið náð fyrir náð. Þar fyrir ljómar hin guðdómlega birta í kringum hirðar- ana, svo sem vitnandi þar um, að hann væri í heiminn borinn, sem að er ljómi föðursins dýrðar og ímynd hans guðdómlegrar persónu, frá hverjum ljósanna föður að öll góð gjöf og öll fullkomin gjöf kem- ur, hverjum og þóknazt hefur, að í sínum syni skuli öll fylling búa, já, sjálf guðdómsins fylling, hver eð byggir í honum líkamlega, það er í hans blessuðum manndómi, er hann af voru holdi og blóði hefur upp á sig t.ekið og gjört hluttakandi guð- dómlegrar náttúru. Æ, oss auma og synduga menn, vér sjáum ekki fyrir blindu holdsins, hvað mikið oss veitt er í Jesú holdtekju. Myrkur vors skilnings fá það ekki höndlað svo sem það er. En Guðs heilögum engl- um, er jafnan standa frammi fyrir honum, þeim er alkunnug sæla sú, er öllum Guðs börnum er tilbúin, hverri vér tapað höfum í Adams falli. Þeim eru og ekki ókunnugar píslir fordæmdra, er kveljast munu í augsýn heilagra engla, segir Jó- hannes í hans opinberingum. Því er ekki að undra, þó englarnir fagni, þar hinn annar Adam, sem er drott- inn af himnum, var í heiminn bor- inn til að frelsa oss frá öllum þeim ósköpum, því þeir elska mannkynið, en vissu, að í Jesú fæðingu var mönnunum gefinn sá kostur að for- líkast við Guð og settir verða í hans sonar ríki. Nú er það víst að sönnu, að vér ekki að fullu þekkjum, hvað vér misst höfum eður hver óiukka oss búin væri nema Guðs sonur væri í heiminn kominn synduga menn sáluhólpna að gjöra. En þó mætt- um vér að svo miklu leyti þekkja vort andlegt volæði og svo mikið hefur oss sagt verið af hfnni eilífu dýrðarvist í himnaríki, að ef vér legðum nokkurn hug á vort mál, þá mundum vér allshugarfegnir verða, að vér hefðum hana aftur fengið, og róa öllum árum að því, að vér slepptum henni ekki aftur að nýju. Eg hef nóg sagt hér um, þegar ég segi það með orðum Esajæ, hverju syndir vorar til leiðar koma: Yðar syndir, segir hann, skilja á milli Guðs og yðar, og yðar ranglæting- ar valda því, að hann byrgir sitt andlit fyrir yður og vill yður ekki bænheyra. Nú vitum vér það, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.