Úrval - 01.12.1969, Síða 17

Úrval - 01.12.1969, Síða 17
EINA VALD MITT ER TRAUST FORSETANS 15 stöðu komizt svo að orði: „í máls- hætti einum er sagt, að í landi hinna blindu sé eineygði maðurinn kon- ungur. Utanríkismálin eru nýtt við- fangsefni fyrir innanríkisráðherr- ann og varnarmálaráðherrann. Þeir hafa ekki haft mikil kynni af þeim málum. Og þetta hefur veitt Kiss- inger stórkostlegt tækifæri til þess að fylla upp í það tóm, sem þannig hefur skapazt. Hann er nú vissulega helzti ráðgjafi forsetans í utanrík- ismálum. Og ég er ánægður yfir því, að það skuli einmitt vera Kissinger, sem gegnir því hlutverki. Hann er heilsteyptur, hugsandi maður með heilbrigða dómgreind.“ AUGU OG EYRU Hinn opinberi titill Kissingers er „aðstoðarráðherra þj óðaröryggis- mála“. Sem slíkur hefur hann tvö- földu hlutverki að gegna. Hann er að nokkru leyti ráðgjafi og að nokkru leyti „skriffinnur“ Meðal skrifstofuskyldustarfa hans og starfsliðs hans má nefna undirbún- ing hinna vikulegu funda Þjóðar- öryggisráðsins. Þar að auki verður hann og starfslið hans að sjá um, að forsetanum séu kynntar hinar ýmsu skoðanir manna, hvað snert- ir hin ýmsu vandamál, er skjóta upp kollinum. Og það er einnig þeirra skyldustarf að sjá um, að framkvæmdir séu í samræmi við ákvarðanir forsetans hverju sinni. Þetta 20 manna starfslið er í raun- inni „eyru og augu“ forsetans í hin- um risavaxna skriffinnskumyrkviði utanríkismála, þar sem samvinnan er ekki alltaf upp á marga fiska. Um þetta atriði farast Kissinger svo orð: „Starf mitt er fólgið í því að tryggja það, að forsetinn geti rækt skyldustörf sín á skipulegan hátt, og að sjá um, að óskir hans séu uppfylltar, þ.e. ég sé um fram- kvæmdir ákvarðana hans. Án þessa embættis míns gæti forsetinn stað- ið uppi varnarlaus gagnvart skrif- finnskuveldinu. Hann mundi drukkna í pappírsflóði Hann yrði bara að gúmstimpli. Hann verður að hafa einhvern við hlið sér, sem kynnir honum málin á hlutlausan hátt. En eina valdið, sem þetta em- bætti mitt veitir, er fólgið í trausti forsetans.“ Vinnudagur Kissingers hefst klukkan 7,45 f.h., en þá hefst hinn daglegi fundur helztu aðstoðar- manna forsetans í Hvíta húsinu. (Kannske öllu heldur klukkan 7,54 f.h., því að það er sífellt verið að henda gaman að því, að Kissinger er alltaf 9 mínútum of seinn á fund- inn). Þessi fundur stendur til klukkan 8,15. Þá halda hinir að- stoðarmennirnir á fund forsetans, þ.e. frá klukkan 8,30 til klukkan 9,00. Kissinger mætir ekki á þeim fundi. En klukkan 9,00 heldur hann á sinn daglega morgunfund hjá for- setanum (og þá er hann aldrei of seinn). Það getur verið, að sá fund- ur þeirra standi aðeins í 10 mínút- ur eða í heila klukkustund, allt eft- ir því, hvaða mál bíða afgreiðslu hverju sinni. Hann tekur með sér dagskrá forsetans fyrir vinnudag- inn, sem nú er hafinn, og trúnaðar- skýrslur þær, sem borizt hafa. For- setinn hefur líka oft útbúið lista yfir það, sem hann vill láta fram- kvæma þennan dag. Síðan ræðast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.