Úrval - 01.12.1969, Page 19
EINA VALD MITT ER TRAUST FORSETANS
17
sömu nóttina, að flugvél þessi hefði
örugglega verið skotin niður, til-
kynnti hann Nixon forseta þessa
frétt símleiðis. Svo hringdi hann
aftur í forsetann klukkan 7 og veitti
honum frekari upplýsingar í mál-
inu. Síðan hélt hann á hans fund
klukkan 8.
Forsetinn sagði Kissinger, að hann
skyldi fá ýtarlega skýrslu hjá Inn-
anríkisráðuneytinu og Varnarmála-
ráðuneytinu um hugsanleg stjórn-
málaleg og hernaðarleg viðbrögð
þeirra við atburði þessum. Upplýs-
ingar þessar tóku að berast síðdeg-
is, og Kissinger kallaði saman fund
á vegum Þjóðaröryggisráðsins. Var
þar um að ræða embættismenn frá
ýmsum stjórnardeildum, og unnu
þeir stanzlaust frá klukkan 6 að
kvöldi til klukkan 3 næstu nótt.
Athuguðu þeir málið frá öllum
hliðum og sömdu yfirlýsingu, þar
sem skýrt var frá ýmsum hugsan-
legum viðbrögðum við atburði
þessum og þau skýrð nákvæmlega.
Skyldi leggja þetta fyrir forset-
ann strax næsta dag, þ.e. á mið-
vikudeginum.
Á miðvikudagsmorguninn var
svo haldin óformlegur fundur hjá
Þjóðaröryggisráðinu. En síðdegis
var haldinn minni fundur, sem þeir
sátu, forsetinn, Kissinger, ráðherr-
arnir Laird og Rogers og Earle
Wheeler hershöfðingi. í lok þess
fundar hafði forsetinn ekki enn
tekið ákvörðun. Hann átti nú lang-
ar viðræður um málið við Kissinger,
og að þeim loknum boðaði hann til
annars fundar á vegum Þjóðarör-
yggisráðsins. Skyldi hann enn á
ný fjalla um hugsanleg viðbrögð
Bandaríkjanna við atburði þess-
um, og skyldu þar gerðar ýmsar
áætlanir í samræmi við ýmis hugs-
anleg viðbrögð. í starfshópi þess-
um voru ásamt Kissinger ýmsir em-
bættismenn frá Innanríkisráðu-
neytinu, Upplýsingaþjónustu ríkis-
ins (CIA) og yfirstjórn hers, flota
og flughers. Á fimmtudeginum og
föstudeginum lögðu þeir fram tvær
mjög ýtarlegar skýrslur, þar sem
raktar voru hugsanlegar afleiðing-
ar hinna ýmsu mögulegu viðbragða
við atburði þessum. Önnur þeirra
fjallaði um hugsanleg hernaðar-
leg viðbrögð, þar á meðal þann
möguleika, að, slíkt kynni að leiða
til árekstra við Kína og/eða Sovét-
ríkin. Hin fjallaði um hugsanleg
viðbrögð, er væru ekki hernaðarlegs
eðlis.
Um hádegisbil á föstudeginum
tilkynnti Nixon bráðabirgðavið-
brögð Bandaríkjastjórnar í sjón-
varpsávarpi. Hann tilkynnti, að
Bandaríkin mundu bera fram mót-
mæli á vegum utanríkisþjónustunn-
ar og mundu þar að auki veita flug-
vélum í þess háttar flugferðum
aukna vernd í framtíðinni. Síðdegis
lét Nixon Kissinger leita persónu-
legs álits sérhvers meðlims Þjóð-
aröryggisráðsins til þess að full-
vissa sig um, að skoðanir þær, sem
þeir létu í ljósi opinberlega, væru
í rauninni þeirra eigin skoðanir. Á
föstudagskvöldi ákvað Nixon, að
ekki skyldi koma til neinna hern-
aðarlegra mótaðgerða, eftir að hann
hafði fengið fullvissu um, að flest-
ir meðlimirnir væru andvígir hern-
aðarlegum mótaðgerðum, og hann
hafði kynnt sér þá skuggalegu