Úrval - 01.12.1969, Síða 20
18
ÚRVAL
möguleika í skýrslu þeirri, sem
fjallaði um viðbrögð hernaðarlegs
eðlis, og hafði jafnframt orðið þess
áskynja, að ræða hans hafði hlotið
góðar undirtektir hjá almenningi.
RÖDD UM VIETNAM
Kissinger hefur átt drjúga aðild
að viðleitni Bandaríkjastjórnar til
þess að komast að samkomulagi í
Vietnamdeilunni. Hann býr yfir
miklu meiri þekkingu á öllum að-
stæðum í máli þessu en nokkur ann-
ar ráðgjafi Nixons að Henry Cabot
Lodge undanskildum. Kissinger
heimsótti Suður-Vietnam árið 1965
til þess að. afla upplýsinga fyrir
Lodge, er þá var sendiherra þar.
Árið 1966 sneri hann aftur til
Saigon til þess að aðstoða við imd-
irbúning fundar þess, er Johnson
forseti sat með leiðtogum Suður-
Vietnam í Manila.
Vinir Kissingers, sem ræddu
Vietnammálið við hann á stjórnar-
árum Johnson, urðu varir við, að
Kissinger hafði miklar áhyggjur og
þungar vegna afskipta og stöðu
Bandaríkjanna í Suður-Víetnam.
Þótt Kissinger kunni að hafa haft
löngun til þess að gagnrýna aðgerð-
ir stjórnarinnar, þá gerði hann slíkt
a.m.k. ekki opinberlega, fyrr en
Johnson var að leggja niður störf
sem forseti. Gagnrýni hans og hug-
myndir um réttar aðferðir í samn-
ingaviðræðunum birtust þá í grein
í janúarhefti tímaritsins Utanrík-
ismál (Foreign Affairs).
Helzta inntak þeirrar greinar var
það, að Kissinger stakk upp á tvenns
konar viðræðum, annars vegar milli
Bandaríkjastjórnar og Hanoistjórn-
arinnar, og skyldu þar rædd hern-
aðarmál, en hins vegar milli Saigon-
stjórnarinnar og Þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar í Suður-Vietnam, en í
þeim skyldu aðilar þessir reyna að
komast að stjórnmálalegu sam-
komulagi. Allt bendir til þess, að
Bandaríkjastjórn hafi yfirleitt fylgt
þessari „tveggja viðræðna formúlu“
í Parísarviðræðunum.
í greininni kom það einnig skýrt
fram, hver þau tvenn markmið
eru, sem Kissinger álítur, að
Bandaríkin ættu að hafa í Víetnam-
deilunni. í fyrsta lagi getum við
ekki látið herlið frá Norður-Viet-
nam steypa Suður-Vietnamstjórn
af stóli. í öðru lagi álítur hann, að
„þegar herlið Norður-Vietnam hef-
ur verið flutt burt frá Suður-Viet-
nam og ásókn þeirra stöðvuð, beri
Bandaríkjunum engin skylda til
þess að tryggja ríkisstjórn í Saigon
völd með aðstoð herstyrks síns.“
„AKADEMISKUR
FRAMTAKSSINNI"
Líf og starf Kissingers ber mjög
vitni um álagsspennu og mótsagn-
ir þess manns, sem er bæði Evrópu-
maður og Ameríkumaður í senn,
bæði djarfur vitsmunalega séð og
varkár á stjórnmálasviðinu, harðui'
í horn að taka en einnig viðkvæm-
ur, akademiskur í hugsun og fram-
takssamur í háttum, eindregið fylgj-
andi því, að viðhaldið sé jafnvægi
í heiminum og að „veröldin fari
ekki úr skorðum“, en jafnframt al-
tekinn hugsuninni um mögulegan
kjarnorkudans mannkynsins. Há-
skólastarfsbræður hans ásaka hann
oft um vitsmunalegan hroka. En