Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 22
20
stöðu lýðræðisins í hinum nýju
ríkjum. Um þetta farast honum svo
orð: „Bezta aðferðin til þess að hafa
áhrif í fjölmörgum löndum er sú,
að styrkja vel og rækilega eitt land
á hverju svæði, þannig að bað megi
eflast og þar verði raunverulegar
framfarir, t.d. Indland í Asíu,
Brasilíu í Suður-Ameríku, Nígeríu
í Afríku. Þessi lönd gætu t.d. orðið
eins konar seglar, sem drægju að
sér athygli annarra ríkja, og góð
fordæmi fyrir nágrannalöndin, svo
framarlega sem við sýnum dirfsku
og styðjum þau rækilega og styrkj-
um í svipuðum mæli og Marshall-
ÚRVAli
aðstoðin styrkti Evrópuríkin á sín-
um tíma.“
Kissinger er þýðingarmikil per-
sóna. En kannske er það einna þýð-
ingarmest, hvað hann snertir, að
hann býr yfir geysilegum mögu-
leikum. Hann fylgist gerla með al-
þjóðastjórnmálum af geysilegri
skarpskyggni og djúpum skilningi.
Og hann þjónar forseta, sem hefur
fyrst og fremst áhuga á utanríkis-
málum. Því er það útbreidd skoð-
un í Washington, að starf hans þar
í núverandi stöðu megi reynast hafa
sögulega þýðingu, er tímar líða.
ViS hjónin vorum á ferðalagi á heitum sumardegi. Og um hádegis-
bilið stönzuðum við við ávaxtasöluborð eitt i suðurhluta Oklahomaríkis.
E'n það skrýtna var, að Þar virtist ekki vera neinn afgreiðslumaður. Ég
labbaði frá einni vatnsmelónuhrúgunni til annarrar og prófaði, hversu
þroskaðar þær væru. Mín aðferð er þannig, að ég lem í þær með hnúun-
um. Ef það heyrist ,,ping“, þá eru þær grænar og e'kki nógu þroskaðar.
Ef það heyrist „pong“, þá eru þær alveg mátulega þroskaðar. En ef það
heyrist ,,thud“, þá eru þær ofþroskaðar. Eftir að ég hafði arkað þarna
um nokkra hríð og lamið vatnsmelónurnar, varð ég vör við einhverja
hreyfingu i forsælunni undir einum hlaðanum. Og gamall náungi reis
upp og spurði letílega: „Frú, ætlarðu að kaupa eitthvað eða ertu bara
að ergja melónurnar?“
Frú Lloyd H. Jacks.
Árum saman hafði konan min kvartað yfir því, að ég setti aldrei
lokið á tannkremstúbuna. Loksins ákvað ég, að Það væri heimskulegt
að halda áfram þessum hætti fyrst það ergði hana svo imnilega. Því
tók ég skyndilega upp á því að skrúfa lokið vendilega á aftur, 1 hvert
skipti er ég hafði burstað tennurnar. Þannig leið ein vika. Þá leit
konan á mig tortryggnisaugnaráði einn morguninn og spurði: „Hvernig
stendur á því, að þú ert hættur að bursta tennurnar?"
Arthur Huneven.
Ég þrái ekki aðeins að eiga trú. Ég þrái trú, sem á mig.
Charles Kingsley.