Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 25

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 25
LÆKNIR! ÉG GET EKKI ANDAÐ 23 ur. Svo átti Penny að fara heim og verða heima í einn mánuð, en koma svo aftur í sjúkrahúsið, þar sem endurtaka skyldi tilraunina næstu tvær vikurnar. Nú gerði hún sér fyrst grein fyrir því, að hún yrði að fresta því að hefja nám í mennta- skóla. En hún tók því með jafnaðar- geði. Hún var ákveðin í að berjast gegn krabbameininu og sigra það. Hún þráði það svo óskaplega heitt að öðlast heilsuna aftur, Nú hófst mikill reynslutími fyrir hana í sjúkrahúsinu. Hún var í stöðugum sprautum allan sólar- hringinn. Hún var sprautuð með efnum til þess að stöðva vöxt krabbameinsins. Hún fékk vökva- inngjöf til þess að vinna bug á ógleðinni og uppköstunum, sem sprautuefnin ollu. Hún fékk efni til þess að bæta upp eggjahvítuefnin, sem hún missti, og hún fékk peni- cillin til þess að koma í veg fyrir sýkingu. Alltaf var verið að sprauta hana með einhverju. Nálin losnaði oft og tíðum, þegar á þessu hafði gengið tímunum sam- an. Húðin bólgnaði, hljóp upp og gulnaði, er vökvinn síaðist inn á svæði, þar sem hann átti ekki heima. Og nálin var þá dregin út og henni stungið inn annars staðar. Slíkt er mjög vandasamt verk, og er ekki á færi nema mjög góðra hjúkrunarkvenna að leysa það vel af hendi. Hinum reyndustu þeirra revnist þetta jafnvel oft og tíðum erfitt verk, þegar æðarnar eru all- ar orðnar útstungnar og handlegg- irnir bláir og marðir eftir nálar, sem losnað hafa. Linda kom í sjúkrahúsið á hverj- um degi, og þær spiluðu á spil tím- unum saman, töluðu og töluðu og létu alltaf sem henni mundi batna. Síðar komu þeir dagar, þegar Linda gat alls ekki talað við Penny, því að Penny var dá dofin af áhrifum kvalastillandi lyfja. Linda beið þá bara við rúmstokkinn hennar, og Penny stundi og talaði eitthvað upp úr svefninum, eitthvað samhengis- laust, sem ekki var hægt að botna neitt í. Oft kipptist hún harkalega til og hrópaði upp yfir sig, svo að hún vaknaði. Og þá lýsti hún mar- tröð sinni og talaði og talaði . . . þangað til hún neyddist til að biðja um aðra kvalastillandi sprautu. Kvalir hennar orsökuðust aðal- lega af krabbameinsæxli í lungum hennar, sem olli geysilegri vökva- myndun, en vökvamyndun þessi gerði það að verkum, að hún náði mjög litlu lofti í lungun. Stundum sagði hún bænarrómi við lækninn: „Læknir, ég get ekki andað. Get- urðu ekki gert eitthvað, svo að ég geti andað?“ Læknarnir og hjúkrunarkonurnar gerðu allt það, sem þau gátu. Lækn- inum okkar, sem var hið mesta góð- menni, þótti svo undur vænt um Penny vegna hugprýði hennar, og hún endurgalt þá væntumþykju, því að hann sýndi henni svo mikla nærgætni og hughreysti hana með gamanorð á vörum. Hann stakk þá langri sprautunál inn á milli rifia hennar og saug hægt út hveria sprautufyllina á fætur annarri af þykkum, appelsínugulum vökva, fullum af eggjahvítuefnum og öðr- um lífsorkumyndandi eiginleikum. Síðar var festur útbúnaður við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.