Úrval - 01.12.1969, Síða 34
3á
ÚRVAL
Amma gamla, sem er rúmlega
áttræð, var um daginn tekin af lög-
regluþjóni þar sem hún ók bílnum
sínum á fjölfarinni götu. Var hún
sökuð um ógætilegan akstur og átti
að svipta hana ökuleyfi vegna sjón-
depru. Hún var leidd fyrir dómar-
ann og átti hann að skera úr um
hvort hún væri hæf til þess að aka
bifreið eða ekki. Dómarinn var
ungur að árum og vissi vart hvern-
ig hann átti að bregðast við þessu
máli. Hann kvaðst að vísu ekki
geta efazt um það, að hún kynni að
aka, en kvaðst halda, að hún æki
svo ógætilega vegna þess að hún
sæi illa. „Ég skal nú bara sýna yð-
ur það,“ anzaði sú gamla, sem löng-
um hefur hrósað sér af því að hafa
aldrei þurft að borga sekt, þrátt
fyrir að hafa keyrt á tveim hjól-
um fyrir horn alla ævi. Síðan dró
hún upp saumnál og tvinna og
þræddi þráðinn á nálina á auga-
bragði. Svo sneri hún sér að dóm-
aranum og sagði: „Reynið þér
þetta.“ En honum mistókst og mál-
ið var látið falla niður.
Það er hlutverk framtiðarinnar að vera hættuleg.
, Alfred North Whitehead.
1 fyrrasumar var New Yorkbúi einn í heimsókn í litla fjallaþorp-
inu okkar í Klettafjöllunum í Utah, en það er vinsælt meðal ferða-
manna. Eitt kvöldið vorum við að ræða um kosti og galla borgarlífs
og sveitalífs. Ég sagði, að sveitafólk væri raunsærra og nær raun-
veruleikanum, en hann hélt Því fram, að það væri um of verndað
fyrir hinum harða raunveruleika lífsins.
Á leiðinni til sumarkofanna okkar virtum við stjörnurnar fyrir okk-
ur. Það var svo heiðskírt, að það mátti greina hverja stjörnu og hvert
stjörnumerki. ,,Almáttugur,“ hrópaði kunningi minn frá New York
skyndilega, „þetta er bara alveg eins og í stjörnuathugunarstöð!"
Richard Menzies.
í útjaðri smábæjar eins í Vesturríkjunum sáum við skilti, sem á
stóð: HÆGIÐ Á YKKUR .... STRANGLEGA BANNAÐ AÐ AKA
HRAÐAR E'N 25 MlLUR Á KLUKKUSTUND.
Viðbrögð mín við þessari viðvörun hljóta að hafa verið nokkuð hæg,
því að bráðlega ók ég ofan í djúpa sprungu í götunni. Við héldum,
að allt. væri að fara til fjandans. Slíkt var höggið. Nokkrum fetum
neðar við götuna gat að líta annað skilti. Og á því stóð aðeins:
HVAÐ SÖGÐUM VIÐ EKKI ?
Clarenoe D. Stallman.
Kennarinn segir við bekkinn: „Börn! Nú eruð þið orðnir unglingar,
svo gjörið svo vel að hegða ykkur eins og fullorðið fólk! “