Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 41

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 41
MESTI LYGARI HEIMSINS 39 réttlátt og sanngjarnt, að karlmað- urinn taki sinn þátt í þjáningunum." Nokkuð barnaleg skýring — en al- kunnugt er fyrirbrigðið enn í dag. Marco Polo hefur séð dreka með sínum eigin augum. Óskaplega stóra og ofsagrimma. Hann sá þá í Cara- jan, en þar veiddu íbúarnir þá vegna þess, að þeir töldu gallið úr þeim gott læknislyf, meðal annars gegn biti óðra hunda. Nú er mönnum ljóst, að hér á Marco við krókódíla — .og það er ekki honum að kenna, þótt dráttlistamenn miðalda hafi fyrir hans hönd málað þá með klof- inni tungu, eldstroku úr nösum og helj armiklum herðakambi. Ég hef séð dýr með eitt horn í miðju enni, segir Marco. Úr því skóp samtíð hans furðudýr, einhyrning- inn. Enginn renndi grun í það þá, að það hafði einfaldlega verið nas- hyrningur, er Marco Polo sá. Sömu sögu er að segja um lýs- ingu hans á ættbálki einum á eyj- unni Angamanain, sem var með hundshöfuð. Nú er það löngu vitað mál, að á sínum tíma bjó sérkenni- legur ættbálkur á Andamanneyju, er líktis mjög hinum loðnu Anióum í Japan. Sjálfsagt hefur líka verið flissað að sögu hans um eyjarnar tvær undan Indlandsströndum: Á ann- arri þeirra bjuggu einvörðungu karlar, en konur einar á hinni. Sáu íbúarnir ekki hvorir aðra nema um þriggja mánaða skeið árlega, en þá komu karlmenirnir allir í hóp til heimsókna á kvennaeynni. Nú við- urkenna vísindin þessa frásögn án þess að depla augunum, með tilliti til kunnugleika af kvenþjóðflokk- um þeim, sem fundizt hafa í þessari álfu. Kínakeisari hefur fengið miklar mætur á Marco Polo, og aðdáunin hefur vérið gagnkvæm. Því Marco lýsir keisara svo, að hann hafi ver- ið „hinn vitrasti og menntaðasti maður, mikill herforingi, hinn hæf- asti til að stjórna mönnum og stýra ríki, og eigi síður hinn hraustasti maður, er nokkru sinni hefur uppi verið meðal ættkvísla Tatara.“ Sú er og án efa orsök þess, að hann lýsir svo nákvæmlega dýrð þeirri og dásemdum, er hvarvetna ríkti við hirð keisarans. „Keisarinn var borinn af fjórum fílum, en á baki þeirra var reistur turn, klæddur slegnum gullþynn- um innanvert, en fóðraður utan með ljónshúðum. Þar sat þj óðhöfðinginn og stjórnaði ríki sínu, þegar hann var ekki á veiðiferðum sér til ánægju." Samkvæmt þekkingu þeirri er við höfum nú á fyrirkomulagi þeirra tíma, verður að telja'st trúlegra, að einn fíllinn hafi borið turninn og keisarann, en á hinum hafi farang- ur hans og ferðaskrúði verið reidd- ur. En það er bara aukaatriði, því keisari átti sem sé yfir sjö þúsund- ir tamdra fíla. Og þannig mætti halda áfram. Marco Polo hefur aðeins sagt frá því, sem hann hefur séð og heyrt. Það sem fyrir hann sjálfan kom, hefur yfirleitt allt verið sannað. Sagnir þær, er hann hefur frá öðr- um, hafa ef til vil aflagazt í með- förum manna á milli. Og er þó kjarni af sannleika í ýmsum þeirra. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.