Úrval - 01.12.1969, Síða 42
40
ÚRVAL
Magnús Magnússon, fyrrum ritstjórí
Storms, segir frá kynnum sínum af
Ólafi Thors.
HJARTAHLÝR HÖFÐINGI
i.
yrir tæpum 40 árum
skrifaði ég eftirfarandi
palladóm um Olaf
Thors, er þá var 2. þm.
Gullbringu- og Kjósar-
sýslu:
„Ólafur Thors er fyrir margra
hluta sakir einhver mikilhæfasti og
glæsilegasti þingmaðurinn, sem nú
á sæti á Alþingi. Hann er vel í með-
Magnús Magnús-
son, sem löngum
er kenndur viö
Storm, hefur
skrifaö endur-
minningar sínar.
Bókin heitir
„Syndugur maö-
ur segir frá“ og
kom út í síöasta
mánuði. Hér er
um aö ræöa
býsna óvenjulega
sjálfsævisögu. Kaflaheiti eins og „Ég
drakk meö þeim“ og „Mannleg nátt-
úra“ bera glöggt vitni um kímni höf-
undar og hreinskilni. En einnig seg-
ir Magnús frá kynnum sínum af
merkum Islendingum, og er fiáttur-
inn um Ólaf Thors, sem hér birtist,
gott dæmi um jiaö.
allagi hár og samsvarar sér vel,
skjótur í hreyfingum, frjálsmann-
legur og djarflegur eins og fulltrú-
ar þjóðarinnar eiga að vera. Hann
er fríður sýnum, augun snör og lif-
andi, skarplegur nokkuð, en þó góð-
mannlegur, og í öllu er maðurinn
hinn drengilegasti. Snyrtimenni er
hann meira í klæðaburði en þorr-
inn af þingmönnum er.
Ólafur Thors er einn af beztu
ræðumönnum þingsins. Rómurinn
er sterkur og flutningur ræðunnar
góður. Hann talar að jafnaði ekki
um önnur mál en þau, sem hann
hefur góða þekkingu á. Ræður
hans eru skipulegar, vel byggðar
og rökfastar, og hann gerir sér í
upphafi glögga grein fyrir, hver
munu vera rök andstæðinga sinna
og verður honum því létt um sókn
og vörn, þegar deilur hefjast við
andmælendur.
Ólafur er fimur í sókn og vörn
og kann vel að greina milli aðal-
atriða og aukaatriða. Hann er harð-
ur í sókn og óvæginn, ef því er að
skipta, en ,,perfide“ er hann aldrei
og ekki vegur hann að andstæðingi
sínum með óleyfilegum vopnum,
djarfur er hann í máli, fyndinn og
gamansamur og er með engan
tepruskap í orðavali. Hann er allra