Úrval - 01.12.1969, Side 45

Úrval - 01.12.1969, Side 45
HJARTAHLÝR HÖFÐINGI 43 kæmi út bráðlega. Ólafur hringdi í mig og spurði, hvort ég vildi lofa sér að sjá greinina áður en hún væri prentuð. Eg sagði það velkom- ið og sendi honum greinina í hand- riti. —- Nokkrum dögum seinna hringdi Ólafur til mín og spurði mig, hvort ég nennti að koma til sín og taka greinina. Hann væri dálítið slappur og væri því heima. ’É'g fór og sat hjá honum í 3—4 tíma. Okkur greindi á um margt og sumt af því var ókomið og því spá- dómar einir, en tíminn átti eftir að leiða það í ljós, að hann var mér getspakari um flest. Þá sagði hann mér frá því í fyrsta sinn, að það væri eindreginn vilji sinn, að Bjarni Benediktsson tæki við forystu Sjálfstæðisflokksins, er hann sjálfur léti af því starfi. Ég sagði eitthvað á þá leið, hvort ekki hefði flögrað að honum Thor Thors bróðir hans eða Gunnar Thorodd- sen. Ólafur svaraði því einu til, að þetta væri sinn ófrávíkjanlegi vilji og ræddum við það svo ekki frek- ar. Af samtali okkar þá sannfærðist ég um, hversu óvenjulega vel gef- inn maður Ólafur var. Ólafur var ekki aðeins skarpgáfaður, heldur líka vitur maður, en ýmsir andstæð- ingar hans héldu því mikið á lofti, að hann væri „yfirborðsmaður, en ekki djúpur“, eins og þeir orðuðu það. En þetta var hinn mesti mis- skilningur. Og á því furðaði mig mest, hve réttsýnn og sanngjarn hann var í garð andstæðinga sinna og hve vel hann hafði sett sig inn í sjónarmið þeirra. Það var þessi gerhygli hans og hvassi skilningur, sem hjálpaði honum til þess að leysa margan hnútinn sem sýndist óleysanlegur. Einskis manns óvandabundins hef ég saknað eins mikið og Ólafs Thors. — Hann var hjartahlýr höfðingi. ☆ Flugvélin, sem átti að fara að leggja af stað i áætlunarflug frá Chi- cago til Denver, var á leið út á flugtaksbrautina, þegar það var skyndi- lega drepið á hreyflunum. Tvær persónur sáust koma hlaupandi frá flugstöðvarbyggingunni í áttina til brautarinnar, maður, sem bar barn, og kona, sem bar bréfatösku. Stiga var rennt að flugvéiinni og hurðin opnaðist. Maðurinn .hljóp upp stigann og settist í tómt sæti. Hurðinni var tryggilega lokað að nýju og hreyflarnir ræstir aftur. Þá spratt siðbúni farþeginn skyndilega á fætur og hrópaði: „Guð minn góður! Ég er með krakkann!“ Flugfreyjan skýrði flugstjóranum frá þessu. Enn var drepið á hreyflunum. Stiganum var ýtt að flugvélinni enn einu sinni og hurðin opnuð. Svo var skipt á krakkanum og bréfatöskunni. . . og skipulag áætlunarfiugsins komst aftur í fastar skorður. Carla Anderson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.