Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 45
HJARTAHLÝR HÖFÐINGI
43
kæmi út bráðlega. Ólafur hringdi
í mig og spurði, hvort ég vildi lofa
sér að sjá greinina áður en hún
væri prentuð. Eg sagði það velkom-
ið og sendi honum greinina í hand-
riti. —- Nokkrum dögum seinna
hringdi Ólafur til mín og spurði
mig, hvort ég nennti að koma til
sín og taka greinina. Hann væri
dálítið slappur og væri því heima.
’É'g fór og sat hjá honum í 3—4
tíma.
Okkur greindi á um margt og
sumt af því var ókomið og því spá-
dómar einir, en tíminn átti eftir að
leiða það í ljós, að hann var mér
getspakari um flest.
Þá sagði hann mér frá því í fyrsta
sinn, að það væri eindreginn vilji
sinn, að Bjarni Benediktsson tæki
við forystu Sjálfstæðisflokksins, er
hann sjálfur léti af því starfi. Ég
sagði eitthvað á þá leið, hvort ekki
hefði flögrað að honum Thor Thors
bróðir hans eða Gunnar Thorodd-
sen. Ólafur svaraði því einu til, að
þetta væri sinn ófrávíkjanlegi vilji
og ræddum við það svo ekki frek-
ar.
Af samtali okkar þá sannfærðist
ég um, hversu óvenjulega vel gef-
inn maður Ólafur var. Ólafur var
ekki aðeins skarpgáfaður, heldur
líka vitur maður, en ýmsir andstæð-
ingar hans héldu því mikið á lofti,
að hann væri „yfirborðsmaður, en
ekki djúpur“, eins og þeir orðuðu
það. En þetta var hinn mesti mis-
skilningur. Og á því furðaði mig
mest, hve réttsýnn og sanngjarn
hann var í garð andstæðinga sinna
og hve vel hann hafði sett sig inn
í sjónarmið þeirra. Það var þessi
gerhygli hans og hvassi skilningur,
sem hjálpaði honum til þess að
leysa margan hnútinn sem sýndist
óleysanlegur.
Einskis manns óvandabundins hef
ég saknað eins mikið og Ólafs
Thors. — Hann var hjartahlýr
höfðingi.
☆
Flugvélin, sem átti að fara að leggja af stað i áætlunarflug frá Chi-
cago til Denver, var á leið út á flugtaksbrautina, þegar það var skyndi-
lega drepið á hreyflunum. Tvær persónur sáust koma hlaupandi frá
flugstöðvarbyggingunni í áttina til brautarinnar, maður, sem bar barn,
og kona, sem bar bréfatösku. Stiga var rennt að flugvéiinni og hurðin
opnaðist. Maðurinn .hljóp upp stigann og settist í tómt sæti. Hurðinni
var tryggilega lokað að nýju og hreyflarnir ræstir aftur. Þá spratt
siðbúni farþeginn skyndilega á fætur og hrópaði: „Guð minn góður! Ég
er með krakkann!“ Flugfreyjan skýrði flugstjóranum frá þessu. Enn
var drepið á hreyflunum. Stiganum var ýtt að flugvélinni enn einu
sinni og hurðin opnuð. Svo var skipt á krakkanum og bréfatöskunni. . .
og skipulag áætlunarfiugsins komst aftur í fastar skorður.
Carla Anderson.