Úrval - 01.12.1969, Síða 47
Að baki hugmyndarinnar um jóla-
sveininn geymast jáeinar sagnir,
sem bregða upp fagurri myndu af virðu-
legum kirkjunnar þjóni.
lætis. Þótt rúmar 16 aldir séu liðn-
ar frá dauða hans, halda enn áfram
að myndast um hann sagnir og eru
þær allar saman skemmtileg blanda
af blekkingum og staðreyndum.
Heilagur Nikulás lifir þannig og
mun lifa áfram meðal alþýðufólks-
ins, enda varð hann til meðal þess,
fyrir það og vegna þess. Nú verða
hér raktar þær staðreyndir, sem
kunnar eru úr lífi hans, ýmsar sagn-
ir, sem um hann hafa myndast, og
hvernig hann tengdist jólunum und-
ir nafninu Sankti Kláus.
Þótt frægð hans bærist að vísu
ekki um mörg lönd, meðan hann
lifði, átti hann þeim mim tryggari
aðdáendur, sem báru nafn hans til
fjarra landa kringum Miðjarðarhaf,
með þeim afleiðingum, að hann
gengur næst guðspjallamönnunum
sjálfum að vinsældum og virðingu
jafnt meðal mótmælenda sem ka-
þólskra manna. Jafnvel 1 hinu trú-
lausa Rússlandi gengur hann næst
sjálfri Maríu mey að virðingu, þar
sem grísk-kaþólsk txú er enn við
lýði. Þúsundir kirkna víðs vegar um
hinn kristna heim eru kenndar við
nafn hans, þar af meir en 400 í Eng-
landi einu. Peningar og frímerki
bera mynd hans, en ýmsir helztu
meistarar málaralistarinnar hafa
spreytt sig á því að gera kraftaverk
hans ódauðleg með myndum sínum.
Á hættustundum heita sjómenn á
hann og ótölulegur fjöldi sagna
segir hann hafa birzt þeim í bylj-
um og hafróti, vakið lífsvon þeirra
á ný og gefið þeim styrk til þess að
standast raun og bjargast. Ein
sögnin segir, að hann hafi vakið
drukknaðan sjómann til lífsins og
fiskimenn við Miðjarðarhaf hafa
mynd hans oft með sér á sjóinn og
bera hana um á þilfarinu ef hætta
nálgast.
Tengslin milli heilags Nikulásar