Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
og sjómannanna byggjast á sögu-
legri staðreynd. Á 4. öld e.Kr. var
Myra orðin allmikil hafnarborg og
skipakomur tíðar, en landvegir til
borgarinnar og frá voru erfiðir og
lélegir, enda skolaði regnvatn þeim
oft burtu. Biskupsdæmi hans náði
um allangt svæði meðfram strönd-
inni og nálægar eyjar og vegna
allra þessara aðstæðna hefur hann
oft ferðast sjóleiðis. Þá hefur hann
oft staðið frammi á þilfari eða geng-
ið þar um og blessað hina trúuðu,
sem veifuðu til hans úr landi eða
frá skipum. Þetta hefur verið al-
geng sjón þá áratugi, sem hans naut
við í biskupsembættinu.
Hann fæddist árið 270 e. Kr. í
lítilli hafnarborg sem heitir Patara
og er stutta dagleið frá borginni
Myra. Patara er annars helzt kunn
fyrir það, að Páll postuli hafði þar
viðkomu í þriðju trúboðsferð sinni.
Foreldrar Nikulásar voru kristinnar
trúar og töldust til efnafólks. Vegna
mikillar trúrækni drengsins var
hann settur til að nema klerkleg
fræði og fékk mjög góða menntun,
— lærði alla kristna trúfræði og
gríska heimspeki að auki. Og hér
með eru upptaldar einu öruggu
staðreyndirnar um líf hans.
Nokkrar sagnir greina frá því, að
Nikulás hafi verið ofsóttur og meira
að segja fangelsaður á stjórnartím-
um Diocletians keisara og að á
stjórnartímum Konstantíns keisara
hafi hann verið viðstaddur fyxsta
fund Alkirkjuráðsins, en þá var
kristin trú búin að breiðast til
margra landa og kirkjunnar menn
töldu nauðsynlegt að mynda sam-
tök með sér. Þessi fundur var hald-
inn í Nicaea árið 325 og þar tók
kirkjan einkum afstöðu til villu-
kenninga Aríusar. Engar sannanir
eru þó fyrir því, að Nikulás hafi
verið þar viðstaddur.
Eina staðreynd virðist mega draga
út úr öllum sögnum um hann og hún
er sú, að hann hafi verið óvenju
traustur og góðhjartaður maður og
skemmtilega laginn að koma góðu
til leiðar. Ein þekktasta sagan um
hann greinir frá nágranna hans og
átti sá 3 uppkomnar og fríðar dætur
en var ekki nógu efnaður til þess
að geta gefið þeim góðan heiman-
mund, enda voru þær allar ógift-
ar í föðurgarði. Nikulás biskup
komst á snoðir um þetta og nú seg-
ir sagan, að hann hafi læðst eina
nóttina upp að húsi vinar síns og
fleygði handfylli af gullpeningum
inn um gluggann hjá honum. Þessir
peningar urðu nægilegir til að
skapa hinn ánægjulegasta heiman-
mund, enda giftist nú elzta dóttir-
in fljótlega. Nokkru síðar kom
Nikulás biskup aftur að næturlagi
í sömu erindagjörðum og næst elzta
dóttirin hlaut gott gjaforð skömmu
síðar. Nú hugsaði faðirinn sér að
komast að því, hver þessi ókunni
velgerðamaður hans væri og fylgd-
ist með ferðum manna heim að hús-
inu á nóttunni. Nikulás kom í þriðja
sinnið og þegar faðirinn sá hann,
féll hann á kné og vildi þakka hon-
um, en Nikulás lagði fingur sinn á
varir hans og þvingaði hann til að
þegja. Þessi fræga frásögn hefur
verið sögð og endursögð gegnum
aldirnar og meðal annars orðið
frumhugmynd að miklum fjölda
málverka.