Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 49
HINN UPPHAFLEGI SANKTI KLÁUS
Önnur sögn greinir frá því, að
þrír foringjar í her Konstantíns
keisara hafi verið ranglega ákærðir
fyrir landráð og dæmdir til dauða.
Nóttina fyrir aftökuna báðu þeir
til Nikulásar biskups um hjálp, þótt
hann væri í hundruð mílna fjarlægð.
Biskupinn birtist keisaranum þegar
í stað í draumi, skipaði honiun að
sleppa sakborningunum og ógnaði
honum með ægilegri refsingu, ef
hann ekki hlýddi sér. Keisarinn varð
dauðhræddur og flýtti sér að sleppa
mönnunum, þegar hann vaknaði.
Fjöldi kraftaverka er eignaður
hinum ráðsnjalla biskupi. Eitt sinn
var mikið hallæri í borginni Myra
og þá vildi svo til, að skip hlaðin
hveiti frá Egyptalandi vörpuðu ak-
kerum á höfninni. Nú átti hveitið
að flytjast í kornhlöðurnar í Kon-
stantínópel og auðvitað mundu skip-
stjórarnir engu fyrir týna öðru frek-
ar en lífi sínu, ef eitthvað af hveit-
inu kæmist ekki til skila. Nikulás
biskup fór og tjáði skipstjórunum
vandræði borgarbúa og sagði: „Ótt-
ist ekkert. Látið mig hafa nóg korn
handa mínu fólki.“ Skipstjórarnir
gerðu svo, en þegar þeir svo komu
til ákvörðunarstaðar, reyndist farm-
urinn vera ósnertur.
Nikulás biskup lézt kringum árið
340 og var jarðaður með mikilli við-
höfn og eftirsjá. En allir þeir, sem
bágt áttu, héldu áfram að trúa á
hann og trúin á kraftaverk hans
breiddist norður um Rússland og
vestur um alla Evrópu. Sjómenn
báru þessa trú frá höfn til hafnar,
flutningamenn báru hana eftir skip-
gengum fljótum og sölumenn fluttu
hana um þjóðbrautir á landi. Fljót-
47
lega var svo komið að allir þeir,
sem flutninga önnuðust, beiddust
verndar hans. Mynd hans var að
finna á skipum hafanna jafnt sem
á krossgötum þjóðvega í landi, á
brúm og hættulegustu fjallvegum.
Samtök iðnaðarmanna og fleiri
stéttir skipuðu sér undir verndar-
væng hans og hann varð sérstakt
átrúnaðargoð og hollvinur skipa-
smiða, vínkaupmanna, lyfjafræð-
inga, stúdenta og lögfræðinga. Eng-
inn hinna heilögu manna jafnast á
við hann að vinsældum.
Mörgmn kristnum mönnum varð
það sorgarefni, þegar borgin Myra
féll í hendur hersveita Múhameðs-
trúarmanna rúmlega sjö öldum eftir
dauða Nikulásar. Sérstaklega áttu
ítalskir sjómenn erfitt með að hugsa
sér, að trúleysingjar gengju um
grafhýsi hans. Því var það, að árið
1087 sigldu 50 menn á 3 kaupskip-
um frá hafnarborginni Bari á Suð-
ur-ítaliu. Þeir héldu beint til Myra,
stigu þar á land og gengu beint að
grafhýsi Nikulásar, sem 4 menn
gættu. Þeir tóku við digrum sjóði
peninga, síðan brutu aðkomumenn
lokið af grafhvelfingunni og sigldu
á brott með bein átrúnaðargoðs síns.
Sigri hrósandi héldu þeir til heima-
hafnar og þar var þeim fagnað inni-
lega.
Hvít steinkirkja var byggð yfir
jarðneskar leifar Nikulásar í borg-
inni Bari. Hún stendur frammi við
sjóinn og er enn í dag einn af mestu
helgistöðum kristninnar. Árlega
flykkjast pílagrímar þangað, eða
200.000 til jafnaðar. Meðal þeirra
eru ungar stúlkur, sem koma til að
biðja þess, að þær eignist góða eig-