Úrval - 01.12.1969, Side 51
HlNN UPPHAFLÉGI SANKTI KLÁUS
49
biskupskápan að síðum rauðum
vetrarkufli en mítrið að loðhúfu. í
mörgum löndum gamla heimsins
(Evrópu) runnu svo þessar tvær
hátíðir, jól og dagur heilags Niku-
lásar saman í eina hátíð, vegna ná-
lægðar þeirra hvor við aðra og
gamli maðurinn frá Myra kom á ný
fram sem hlýlegur og vonglæðandi
fyrirboði betri og skemmtilegri
daga.
Því má með nokkrum rétti segja,
að á 17. öld hafi heilagur Nikulás
lagt upp í eina sjóferð til viðbótar
— og í þetta sinn lá leiðin yfir
Atlantshafið. Hollenzkir sæfarar
settust þá að í New Amsterdam, en
þar heitir nú New York, og þeir
fluttu margvíslegar siðvenjur frá
heimalandinu, einnig þá að einhver
gestur kæmi á jólunum til að færa
börnunum ýmsar gjafir. Þeir nefndu
hann Sinterklaas. Og enskumæl-
andi börn á þeim hluta austur-
strandar Norður-Ameríku, sem nú
er austurströnd Norður-Ameríku,
lærðu þetta nafn og gáfu sínum eig-
in jólagesti það, en breyttu því of-
urlítið til samræmis við enskan
framburð. Fyrst varð það Santy
Klaas og síðar Santa Claus. Skand-
ínavíubúar og afkomendur þeirra í
Ameríku bættu svo hreindýrinu og
sleðanum inn í hugmyndina um
hann og þannig er hann í dag, til-
búinn að gegna sínu mikilsverða
hlutverki á hverjum jólum.
Þetta er frásögn um það, hvernig
hinn gamli góðhjartaði biskup í
borginni Myra á suðurströnd Litlu
Asíu, var tekinn í dýrlingatölu af
alþýðufólkinu og er það enn undir
nafninu Santa Claus meðal vest-
rænna þjóða.
Ungur háskólastúdent fékk stöðu hjá miklu timburfyrirtæki í Norð-
vesturríkjunum. Hann var úr stórborg á Austurströndinni og vissi ekkert
um skógarhögg né timburflutninga á ám og vötnum. En hann sagðist
vilja læra þetta allt frá rótum. Yfirmaður hans hugsaði sér að verða
við þessari beiðni unga mannsins á eftirminnilegan hátt og kenna
honum lexíu, sem hann mundi ekki gleyma fyrst um sinn. Fyrsta
starf hans var að framkvæma vörutalningu. Átti hann að telja alla
trjábolina, sem voru á floti i stóreflis geymslutjörm.
Venjulega aðferðin var sú að ganga af einum trjábolnum yfir á
annan og telja þá um leið. Karlarnir, sem voru vanir öllu, sem skógar-
högg og vinnslu snerti, hugsuðu nú gott til glóðarinnar. Þeir hlökkuðu
til þess að sjá unga monthanann stingast á hausinn hvað eftir annað
ofan í ískalt vatnið. En ungi viðvaningurinn lék. sannarlega á þá alla.
Hann tók litla iflugvél á leigu og lét fijúga með sig yfir tjörnina. Þar
tók hann mynd af trjábolunum og taldi svo bolina eftir stækkaðri mynd.
Og þessi aðferð hefur síðan verið viðhöfð, þegar gera skal áriega alls-
herjar vör.utalningu vegna skattauppgjörs. Myndin er látin fylgja skatt-
skýrslunni, og það hafa aldrei borizt neinar frekari spurningar frá
skattinum. Troy Utley.