Úrval - 01.12.1969, Síða 64

Úrval - 01.12.1969, Síða 64
62 ÚRVAL ferða í heiminum. Hraði hennar er 2500 km á klst.! Væri hraðinn meiri mundi flugvélin ofhitna um 150 gráður. Það mundi breyta verulega þeirri framleiðsluaðferð, sem þegar hefur verið mótuð. Til að gera mætti hagkvæma hljóðhverfa farþegaþotu þurfti að ná annarsvegar sem allra minnstri mótstöðu á trjónu vélarinnar og sem minnstri þyngd um leið og vél- in þurfti að vera sem allra sterkust, mjög örugg í flugi, þægindi farþega tryggð við aðstæður, þegar útveggir vélarinnar hitna mjög mikið. Alexei Túpoléf sagði mér frá öllu þessu, þegar vélin var aðeins til í teikningum og líkönum. Og nú skríður þessi farkostur blár og hvít- ur út á flugtaksbrautina. Mjór og rennilegur skrokkur, þríhyrndir vængir og nefið slútir — það er sett niður til að flugmenn hafi betri yfirsýn við flugtak og í lendingu. Rösklega er farið af stað. Fugl þessi segir mjúklega skilið við jörðu og á svipstundu er hann punktur sem hverfur fljótt í skýjum, er grúfa sig yfir flugvöllinn eins og þéttofin hetta. Það er kalt. Nístandi vindur. Allir þyrpast kringum rauðan strætis- vagn, þar er bækistöð stjórnanda flugsins. Við hlustum á samtal jarð- ar og himins. Og að lokum rödd flugstjórans, Eduards Eljans. — Ég er að lenda. Þessi lágvaxni maður hefur gefið tugum flugvéla leiðarbréf út í lífið. Áður en hann prófaði 144 reyndi hann TU-134. Ásamt honum fóru í þessa fyrstu flugferð flugmaðurinn Mikhaíl Kozlof, Vladímír Benderof yfirverkfræðingur, Júrí Sílvestrof, verkfræðingur áhafnarinnar. Um þrjátíu manns safnast saman við stigann, alla langar að verða fyrstur til að þrýsta hönd flugmann- anna. — Frábær vél, segir Eljan. Þýð, létt, lætur vel að stjórn. Enginn munur á henni og þeim sem fara með minni hraða en hljóðið. Ég sneri heim aftur frá þessum flugvelli í nánd við Moskvu ásamt Alexei Túpoléf. Hann er 48 ára, af þeim hefur hann varið 26 árum til flugmála. Sautján ára gamall kom hann á verkfræðiskrifstofu föður síns. Al- exei var þegar í bernsku sannfærður um að hann mundi verða flugvéla- smiður. Stríðið tafði hann eins og marga bekkjarbræður hans, hann hlaut að ljúka háskólanámi síðar, að sigri unnum. Hann byrjaði á því að teikna ein- staka hluti í flugvélabol. ... Hvítur vegurinn kom fljúgandi á móti okkur, Blúnduskraut trjánna bar ört fyrir. Alexei Túpoléf nefndi ekki það sem gerzt hafði fyrr en við vorum rétt komnir til Moskvu. — Þetta er aðeins byrjunin, sagði hann. Ég er viss um að innan skamms verða til farþegaflugvélar, sem fara miklu hraðar en þessi TU. Oleg Morskof, sérlegur fréttaritari APN.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.