Úrval - 01.12.1969, Síða 66

Úrval - 01.12.1969, Síða 66
64 ÚRVAL mig svolítið, til, og augun héldu samt áfram að stara á nákvæmlega sama hátt. Þau fylgdust ekki með hreyfingum mínum. Ugluunginn stóð á eigin fótum og leit út fyrir að vera vel á verði alveg óttalaus. Nú var komið til kasta okkar að mata hann. Eini boðlegi maturinn, sem við áttum til, var einhver blautur hundamatur. Ég bauð ung- anum bita, en hann leit ekki við honum, þangað til bitinn snerti burstana við gogginn á honum. Þá rak hann upp niðurbældan skræk, greip bitann og sporðrenndi honum í hvelli. Það er furðulega stórt gin að baki þessum litla, bogna gogg. Hann greip annan bita og rak upp sama skrækinn og fyrr. Jæja þá, við lofum honum að vera hjá okk- ur. ÓFLEYGUR MUNAÐAR- LEYSINGI Hann var af skrækuglukyni og þurfti 3 til 12 máltíðir á dag. (Tala máltíðanna er komin undir því, hvort skordýr í barnslófa skal skoðast sem „formleg“ máltíð). Við fósturforeldrarnir, allir fimm að tölu, þrömmuðum í endalausri hala- rófu með fiðrildi, bjöllur, engi- sprettur og annað lostæti á fund ungans. Og hann sporðrenndi því öllu, ásamt bitum af nautalifur, sem kattahári hafði verið vafið ut- an um, kjúklingainnyflum, um- vöfðum hundahárum og fjaður- skreyttum rækjum. (Þetta er í rauninni hið eina, sem ég veit um sérkenni uglanna, þ.e. að melting- arfæri þeirra þarfnast grófrar fæðu, eigi meltingin að vera í lagi). Ugluungar eiga ekki auðvelt með að komast á legg, því að þeirra bíða hættur við hvert fótmál. Ein helzta hættan er fólgin í þeirri staðreynd, að sjón þeirra er ósköp takmörkuð fyrsta æviskeiðið. í fyrstu voru það aðeins hreyfingar stórra hluta, sem drógu að sér athygli ugluungans. Stundum dugði slíkt jafnvel ekki til. En brátt reyndi hann að koma auga á ýmsa hluti og fylgjast með hreyfingum með því að sveifla höfðinu til og hreyfa það upp og niður. En hann var samt enn blind- ur í raun og veru eða næstum því. Hann getur varla greint nokkurn hlut, sem er nær honum en 8—10 þumlungar, meðan hann er ekki orðinn fullþroska. Þetta þýðir, að hann sér í rauninni ekki, hvað hann er með í klónum. Hann hafði búið ánægður í kaffi- bauknum sínum uppi á hillu um hríð og hafði aldrei hætt sér nema nokkur fet út á hilluna. Eitt sinn vildum við sýna hann kunningja okkar, sem borðaði kvöldmat með okkur. Við settum hann því á mat- borðið, þegar komið var að ábæt- isréttinum. Hann vagaði þvert yfir borðið, upp rjómaíshrúguna á diski gestsins okkar og niður hinum megin. Og svo hélt hann áfram og út af borðbrúninni. Hann datt fjórum sinnum út af borðbrúninni, þangað til honum lærðist loksins að gera sér grein fyrir því, hvernig borðbrún lítur út. Hann var enn ófleygur, en samt óttaðist hann aldrei nokkurn hlut. Hann er ósköp hægfara á jörðu niðri og of veikbyggður til þess að geta varið sig. Hvað gagnar óttinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.