Úrval - 01.12.1969, Síða 67
UQLAN í kaffibauknum
65
slíkri skepnu? Hann hefur aðeins
eitt ráð, sem hann getur beitt gagn-
vart óvini sínum, þ. e. hann snýr
sér gegn þeim og einblínir óttalaus
á þá. Því beindi hann gogginum
og reiðilegum, gulum glyrnunum
beint að öllu því, sem nálgaðist, og
tísti hvellt á það.
GALDRAR
Skýrt hefur verið frá því, að
margir ugluungar yfirgefi hreiðr-
in, áður en þeir eru orðnir fleygir,
og að foreldrar þeirra ali önn fyrir
þeim, þótt þeir flækist um á jörðu
niðri og uppi í trjám. Það virðist
vera alláhættusamt að ala afkvæmi
upp á slíkan hátt, en samt koma
alltaf nýjar uglur fram á sjónar-
sviðið ár hvert, svo að þetta hlýtur
samt að ganga einhvern veginn.
Ófleygi unginn okkar hélt sig á hill-
um vikutíma, en fór svo að skoða
sig um. Líklega hefur hann verið
sannfærður um, að „foreldrar“
hans mundu halda uppi „flugbrú"
til hans og mundu hrekja alla hugs-
anlega óvini á burt með „göldrum“,
með því blátt áfram að „stara þá á
flótta“.
Þetta töfraaugnaráð virðist virka
stórkostlega, hvað köttinn okkar,
hann Harold Claggart, snertir. Hann
hefur aldrei fyrr sýnt nokkru veik-
byggðara húsdýri hina minnstu lin-
kind fyrr, hafi vesalings skepnan
nálgazt hann um of. Dag einn var
ugluunginn í rannsóknarleiðangri á
gólfinu, öruggur undir vernd „for-
eldra“ sinna. Hann beindi nístandi
augnaráði gulra gljrrnanna í allar
áttir, líkt og hann vildi „galdra"
burt alla hugsanlega óvini. Hann
var enn ófleygur og var alveg ný-
búinn að læra að stökkva á hugsan-
lega óvini eða bráð. Nú sá hann
framundan sér á gólfinu iðandi rófu
Harolds Claggarts, sem svaf þar
værum svefni. Ugluunginn stökk á
iðandi rófuna og læsti í hana goggi
og klóm. Claggart spratt á fætur í
flýti og setti sig í hina viðeigandi
kattarstellingu: skaut upp krypp-
unni, lagði eyrun flöt aftur og lét
skína illilega í tennurnar. Uglu-
unginn starði bara á hann,
gulum glyrnunum. Claggart
lagði þá niður rófuna, læddist
burt og lagðist þar niður. Það er
ekki meinleysi, sem heldur aftur af
Claggart, og ekki heldur ótti né
tryggð við heimilisguðina. Það eru
bara galdrar þessara gulu glyrna.
Smám saman lærist ugluunganum
að sjá, að fljúga, að stökkva á bráð
sína og drepa hana. Eitt sinn hafði
Claggart náð í stóreflis fiðrildi og
var að leika sér að því. Ugluung-
inn gat ekki staðizt þessa iðandi,
stórkostlegu máltíð. Hann kastar
sér niður af eldhúshurðinni, þóttist
ætla að ráðast á köttinn með því
að fljúga beint að honum og sveifla
vængjunum framan í hann. Og
Claggart hörfaði undan og sleppti
fiðrildinu. Ugluunginn missti fiðr-
ildið úr klóm sér. Það reyndi af
veikum mætti að hefja sig til flugs,
síðasta flugsins. Því tókst að fljúga
til staðar eins ofarlega á veggnum.
Þangað var ugluunginn kominn
augnabliki síðar. Húrra fyrir litla
ugluunganum! >
UGLUEINKENNI
Uglan okkar, sem við köllum bara