Úrval - 01.12.1969, Side 76
74
ÚRVAL
láta eftir börnum sínum en foreldr-
ar hinna hverfulu og tvíráðu barna.
Eftirlætisdrengurinn verður oft ó-
öruggur og reikull í ráði. Hann er
oft neyddur til að taka ákvarðanir
um þau mál, sem hann hvorki hefur
þekkingu á né nægilega reynslu, til
að geta tekið skynsamlegar ákvarð-
anir. Hann lítur oft þannig á, að
þegar foreldrarnir gefi honum ekki
neitt stefnumark, stafi það einfald-
lega af því, að þeim standi á sama
um hann.
f þriðja lagi ríkti lýðræði í þeim
fjölskyldum, þar sem sjálfsvirðing
barnanna átti dýpstar rætur. For-
eldrarnir höfðu að vísu fastar regl-
ur í hinu daglega lífi á heimilinu og
ætluðust til að eftir þeim væri farið.
Börnin voru þrátt fyrir það hvött til
að láta sínar skoðanir í ljós og sínar
tillögur, svo að hægt væri að ræða
þær í sameiningu. Það gilti einu
hversu róttækar og fiarstæðukennd-
ar þessar hugmyndir voru. Þær
voru alltaf ræddar með fullri virð-
ingu, iafnvel mjög rækilega frá
öllum hliðum.
Engir foreldrar eru fullkomnir,
en fiest.ir okkar gætu þó rækt upp-
Hdishlutverkið betur en við gerum,
segir Coonersmith. En hér veltur
mest á bví að vera skilningsríkur á
bau einkenni, sem benda á of litla
siálfsvirðingu hiá börnum og í raun
o« veru er eins konar nevðarkall.
Ótti og feimni. Áður en skóla-
aldur hefst, getur það verið algíör-
lega eðlilegt að börn séu dálítið
hrædd og hlédræg. En ef bað held-
ur áfram eftir tólf ára aldur, er
nauðsynlegt að grípa barna til ein-
hverra ráða. Það er þó viss hætta
fyrir foreldrana, að þeir, í þessum
tilvikum, geri frekar of mikið en
of lítið til að vinna bug á þessari
feimni og hlédrægni barnsins. Neyð-
ið þess vegna aldrei barn til að taka
að sér hlutverk, sem það treystir
sér ekki til að leysa af hendi, segir
Coopersmith eindregið. Ef samband
fjölskyldunnar er annars gott, get-
um við nokkuð örugglega treyst
því, að barnið fyrr eða síðar muni
öðlast hugrekki, og jafnvel fá löng-
un til að fara í sumarbúðir, dans-
skóla eða taka þátt í einhverjum
slíkum félagsskap.
Grinund og grobb. Ef vart verð-
ur við þessi einkenni hjá einhverju
barni, getum við verið viss um, að
þar er á bak við, eins og Cooper-
smith nefnir það: „tilfinningaríkur
og viðkvæmur kjarni“, sem leynist
á bak við hina hörðu, ytri skel —
eins konar einangrun. Oft stafar
þetta af vöntun á viðurkenningu.
Faðir einn lýsir þessu þannig:
,,Eg þoli ekki ofbeldi og grimmd,
og hverju sinni, sem sonur minn
leikur þann leik, gef ég honum löðr-
ung. Það lítur bara ekki út fyrir, að
það geri hið minnsta gagn.“ Þessi
faðir var fjármálamaður og fjöl-
skylda hans hafði lítið af honum að
segja. Hann átti fáa tíma, sem hann
gat fórnað henni. Drengurinn var
orðinn vonlaus um að geta vakið
athygli föðurins á sér. Þetta var að
vísu neikvætt ráð, en þó betra
en algert afskipta- og tillitsleysi.
f svona tilvikum verður að hjálpa
barninu til að finna hinar réttu að-
ferðir, sem leiða til þess að barnið
þurfi ekki að einangrast, en kom-
ist í andlegt samband við einhvern.