Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 77
HIÐ BEZTA SEM ÞÉR GEFIÐ BARNINU YÐAR
75
En það er ómögulegt fyrir föður,
sem aldrei er heima.
Óákveðni. Foreldrar, sem alltaf
eru óákveðnir og hikandi eru börn-
um sínum ekki góðar fyrirmyndir.
Þeirra eigið öryggisleysi hefur lam-
andi áhrif á börnin og dregur þau
niður. Ef drengur tekur ranga
ákvörðun, fær hann kannski að
vita, að hann sé heimskingi. Af
þessu dregur hann oft þá ályktun,
að það sé miklu auðveldara að
geðjast foreldrunum með því að
taka enga ákvörðun. Rangar ákvarð-
anir eða ályktanir er ekki það sama
og að verða sér til skammar, segir
Coopersmith. Það eru aðeins mis-
tök, sem barnið getur lært af.
Það er margfaldur ávinningur að
því, ef fjölskyldan getur rætt um
vandamálin á frjálslegan hátt, eftir
því, sem þau bera að. Ef það skyldi
nú gerast, að foreldrarnir taki ranga
afstöðu til einhvers máls, dragi þar
einhverjar rangar ályktanir, verð-
ur það einnig að koma fram. Barn-
ið þarf að skilja, að enginn er
óskeikull.
Aftur á móti þarf það að fá tæki-
færi til að gera ályktanir á ein-
hverjum þeim sviðum, sem vænta
má, að því skjátlist ekki. Venjið
barnið til dæmis á að velja sjálft
þær bækur, sem það vill fá lánað-
ar á bókasafninu, hvaða fötum það
vill klæðast á morgnana og hve
mikinn mat það vill fá á diskinn
sinn. Þetta einfalda, hversdagslega
val skiptir verulegu máli. Ef barn-
inu er ekki treyst til að taka þess-
ar smávægilegu ákvarðanir og leysa
þessi vandamál á viðeigandi hátt,
öðlast það aldrei það sjálfstraust
seinna í lífinu, sem því er ómiss-
andi, þegar vandamálin stækka.
Vanmáttarkennd. Mörg börn eiga
mjög auðvelt með að taka ákvarð-
anir, en oft á óraunsæjan hátt. Þau
setja sér takmörk, sem liggja ofan
við hæfileika þeirra, oft tilkvödd
af foreldrum, sem nota þau eins og
tæki til að upphefja sig sjálfa. —
Sláandi dæmi er faðir einn, sem
lét sig dreyma um lærdómsafrek
sonar síns, sem hann sjálfur hafði
ekki verið maður til að vinna. Eftir
marga óumflýjanlega sigra fer það
þannig að sonurinn er farinn að
trúa því að þetta geti ekki gengið
öðruvísi en illa, og gildir þá einu,
hvað hann tekur sér fyrir hendur.
Foreldrar geta ekki þvingað börn
sín áfram til afreka. Þeir geta upp-
örfað þau og hvatt til að setja sér
skynsamleg og raunsæ takmörk að
keppa að og gefið þeim í skyn, að
ef illa gangi, þá sé það barninu
sjálfu að kenna. En gangi það aftur
á móti vel, þá sé það því að þakka.
Það er persónulegur sigur fyrir
barnið. Þetta léttir af barninu þeirri
tilfinningu, að það séu foreldrarnir,
sem stjórni því og reki það áfram
til að fullnægja sinni eigin hégóma-
girnd.
Hlutleysi. Sum börn eru ákaflega
hlédræg og virðast ekki hafa neinn
áhuga á umhverfi sínu. Þau hafa
tekið eftir því, að ef þau segja skoð-
anir sínar hreinskilnislega, leiðir
það oft til mótmæla, reiði eða jafn-
vel refsinga. En allt þetta vilja
börnin auðvitað forðast. Innst inni
halda börnin fast við skoðanir sín-
ar á hlutunum, en takist þeim ekki
að setja þær þannig fram, eða verja