Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 78
76
ÚRVAL
þær, missa þær sannfæringarmátt
sinn smátt og smátt. Þar með hafa
börnin glatað nokkru af sjálfstrausti
sínu.
Þetta má glögglega sjá í fjölskyld-
um, þar sem foreldrarnir eru reik-
ulir í skoðunum og fjöllynd. Þau
skipta sjálf oft um skoðun og gef-
ast upp á að raunhæfa þær í líf-
inu. Þeir vilja umfram allt fá að
vera í friði og sætta sig við að gera
það, sem allur fjöldinn gerir. Um-
hverfið — veröldin, kemur þeim
fyrir sjónir sem eitthvað tortryggi-
legt og ógnandi, það sé því bezt að
láta börnin blanda sér sem minnst
í málefni umhverfisins. Það verður
að viðurkenna, að drengur, sem er
að leggja grundvöll að sjálfsvirð-
ingu sinni, getur oft reynzt foreldr-
um sínum og umhverfi eins konar
nlága. Hann heimtar rétt sinn, seg-
ir skoðanir sínar umbúðalaust og
hopar ekki á hæli fyrir neinum,
begar um það er að ræða að halda
fram og verja skoðanir sínar. —
Hann bókstaflega leitar uppi að-
s+æður, þar sem hann getur komið
mót.mælum sínum að. Allt er
betta gert til að reyna sjálfan sig,
reyna í sér þolrifin. — Þeir for-
"l.drar, sem kæfa slíka framkomu í
fæðingunni, taka raunverulega
vonnin úr höndum drengsins, er
hann þarf á að halda sem fullvaxta
maður. Þeir ræna frá honum trúnni
á sína eigin verðleika, trúnni á, að
hann geti varið sig, oe að hann, og
menn eins og hann sjálfur er, get.i
endurbætt heiminn.
..Þetta er allt tileangslaust." Um
1/1—16 ára aldurinn vaknar áhug-
inn í verulega ríkum mæli fyrir
umhverfi sínu hjá unglingnum,
áhugi á heiminum fyrir utan. Ef
sjálfstraust hans er reikult, horfir
hann með kvíða til framtíðarinnar.
Samfélag okkar er orðið hið mesta
völundarhús, segir hann. — Þar get-
ur enginn ratað. Ef foreldrar mín-
ir og þeirra kynslóð gátu ekki kom-
ið skipulagi á það, er þess ekki að
vænta, að ég geti það. Hvers vegna
var ég annars að ganga í skóla?
Hvers vegna að setja sér yfirleitt
nokkur takmörk?
Engir foreldrar geta neitað því,
að heimurinn er stórgallaður. En
það hefur hann alltaf verið, að
meira eða minna leyti. Barnið leit-
ar eftir reglu, öryggi og kærleika
innan fjölskyldu sinnar og heimil-
is.
Þegar barnið hefur fengið full-
vissu um, að það sé talið einhvers
virði, er það reiðubúið að leggja
undir sig umheiminn og hefjast
handa.
Foreldrar eiga ekki að þvinga
börn sín til þátttöku í neinni ytri
starfsemi. Þeir geta uppörfað þau
og veitt þeim leiðsögn í þeim efn-
um, hver sem þau eru, eftir því,
sem þau helzt óska sjálf. Þegar
barnið hefur brotið ísinn og byrjað
á einhverju, hversu smávægilegt,
sem það er, mun áhuginn fljótt
vaxa og verða meiri og meiri. Þann-
ig reyndist það föður einum, sem
átti son í skóla. Sonurinn vildi fyr-
ir hvern mun hætta þar námi. I
sumarleyfi sínu fékk hann smá-
vægilegt starf í verzlun einni. Hon-
um líkaði starfið í verzluninni svo
vel, að hann þóttist sjá það í hendi
sér, að svolítið viðbótarnám myndi