Úrval - 01.12.1969, Side 82

Úrval - 01.12.1969, Side 82
80 Sagnfrœðingurinn heimskunni Will Durant, bað núverandi konu sinnar, þegar hún var 15 ára gamall nemandi hans. Þá var hann sjálfur orðinn 28 ára. M'Ti'ljSWS að var dimmt og svalt inni í vínstúkunni á Castellana Hilton- gistihúsinu í Madrid. Vínstúkan var næstum tóm. Þetta var einmitt á hvíldar- tímanum eftir hádegið, er menn fá sér blund. Og brennandi hádegis- sólin varpaði logandi geislum sín- um á ótal lokaða gluggahlera í borginni. Gamli maðurinn í horninu hreyfði glasið með ísteinu í hendi sér. Og kaldur svitinn í lófum hans baðaði glasið. Hann talaði við konuna sér við hlið með hvíslandi röddu, líkt og þau væru í kirkju. Snjóhvítt hár hans var snyrtilegt og vel greitt, í stökustu röð og reglu líkt og heili hans. Þetta snjóhvíta hár gæddi andlit hans miklum virðuleik, en yfir því hvíldi ró sem væri það úr marmara. Konan var ástin hans. Hún var lágvaxin og alls ekki lagleg. Hún var lítil brúða með dökk, leiftrandi augu munaðarleysingja, sem er að horfa á fyrsta jólatréð sitt. Líkami hennar virtist of lítill fyrir andlit Eftir JIM BISHOP hennar. Yfir henni hvíldi einhver barnslegur blær. Þetta var fyrir 5 árum, og ég von- aði, að þau sætu enn í hinni skugg- sælu, svölu vínstúku á Castellana Hilton- gistihúsinu í Madrid. Því að dr. Will Durant var einmitt að minna hana Ariel sína á það þenn- an heita sumardag, að þau mundu brátt halda upp á 50 ára hjúskapar- afmæli sitt. Hann saup á teinu og fitlaði við snyrtilegt, hvítt yfir- skeggið og reyndi að skýra mér frá þeim töfrum, sem væru fólgnir í því að elska eina konu að eilífu. Jæja, kannske ekki að eilífu. Dr. Durant er nefnilega trúleysingi og álítur, að þegar sá tími kemur, að hann verður að kveðja ástina sína, muni hann umlykjast dimmu tómi, án minninga eða óska. Frú Durant skildi hann. Eitt sinn brosti hún, huldi andlitið í grönnum höndum sínum og gægðist til hans á milli fingra sér. Hún hnipraði axlirnar saman eins og stelpa, sem einhver ætlar að fara að kitla. Will Durant er höfundur bókar- innar „Saga heimspekinnar“ og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.