Úrval - 01.12.1969, Side 82
80
Sagnfrœðingurinn heimskunni Will Durant,
bað núverandi konu sinnar, þegar
hún var 15 ára gamall nemandi hans. Þá
var hann sjálfur orðinn 28 ára.
M'Ti'ljSWS
að var dimmt og svalt
inni í vínstúkunni á
Castellana Hilton-
gistihúsinu í Madrid.
Vínstúkan var næstum
tóm. Þetta var einmitt á hvíldar-
tímanum eftir hádegið, er menn fá
sér blund. Og brennandi hádegis-
sólin varpaði logandi geislum sín-
um á ótal lokaða gluggahlera í
borginni.
Gamli maðurinn í horninu hreyfði
glasið með ísteinu í hendi sér. Og
kaldur svitinn í lófum hans baðaði
glasið. Hann talaði við konuna sér
við hlið með hvíslandi röddu, líkt
og þau væru í kirkju. Snjóhvítt hár
hans var snyrtilegt og vel greitt, í
stökustu röð og reglu líkt og heili
hans. Þetta snjóhvíta hár gæddi
andlit hans miklum virðuleik, en
yfir því hvíldi ró sem væri það úr
marmara.
Konan var ástin hans. Hún var
lágvaxin og alls ekki lagleg. Hún
var lítil brúða með dökk, leiftrandi
augu munaðarleysingja, sem er að
horfa á fyrsta jólatréð sitt. Líkami
hennar virtist of lítill fyrir andlit
Eftir JIM BISHOP
hennar. Yfir henni hvíldi einhver
barnslegur blær.
Þetta var fyrir 5 árum, og ég von-
aði, að þau sætu enn í hinni skugg-
sælu, svölu vínstúku á Castellana
Hilton- gistihúsinu í Madrid. Því að
dr. Will Durant var einmitt að
minna hana Ariel sína á það þenn-
an heita sumardag, að þau mundu
brátt halda upp á 50 ára hjúskapar-
afmæli sitt. Hann saup á teinu og
fitlaði við snyrtilegt, hvítt yfir-
skeggið og reyndi að skýra mér frá
þeim töfrum, sem væru fólgnir í
því að elska eina konu að eilífu.
Jæja, kannske ekki að eilífu. Dr.
Durant er nefnilega trúleysingi og
álítur, að þegar sá tími kemur, að
hann verður að kveðja ástina sína,
muni hann umlykjast dimmu tómi,
án minninga eða óska. Frú Durant
skildi hann. Eitt sinn brosti hún,
huldi andlitið í grönnum höndum
sínum og gægðist til hans á milli
fingra sér. Hún hnipraði axlirnar
saman eins og stelpa, sem einhver
ætlar að fara að kitla.
Will Durant er höfundur bókar-
innar „Saga heimspekinnar“ og