Úrval - 01.12.1969, Síða 85
HEIMSPEKINGURINN OG SKÓLASTÚLKAN
83
lof bókmenntamanna um víða ver-
öld. Það nægði, að nafnið „Will
Durant“ stæði á kili bókar. Þá hlaut
hún mikla sölu.
Árið 1961 gáfu Simon & Schuster
út bók Durants „The Age of Reason
Begins". Og bókmenntamenn urðu
furðu lostnir, er þeir uppgötvuðu,
að bók þessi var skrifuð af „Will
og Ariel Durant". Skólastúlkan frá
Harlem var nú orðin fullgildur fé-
lagi. Því eldri sem þau urðu, þeim
mxm meiri vinnu tók hún á sínar
herðar. Hún leitaði og rannsakaði
og færði honum efni í stríðum
straumi.
Hann var 78 ára og hún 65 ára,
er þau sátu inni í vínstúku Castell-
ana Hilton-gistihússins í Madrid
þennan heita sumardag. Hann sneri
glasinu með ísteinu sitt á hvað, svo
að það myndaði blauta hringi á
borðinu og sagði henni í tíu þús-
undasta skiptið, að hann hefði ekki
getað afkastað svona miklu, ef
hennar hjálpar hefði ekki notið við.
Gullbrúðkaupsdagur þeirra nálgað-
ist óðum, og hann sagði án þess að
líta á hana, að honum fyndist sem
hann ætti að gefa henni einhverja
sérstaka gjöf vegna þessa athyglis-
verða áfanga.
„Nei,“ sagði hún. Jafnvel þótt
hann gæfi henni sjálft „Taj Mahal“,
mundi slíkt ekki auka ánægju henn-
ar hætis hót. Hún sagði, að það
væri engin ástæða til þess, að hann
gæfi henni nokkra sérstaka gjöf.
Hún sagði, að ástin og starfið nægði
henni. „Þú hefur rétt fyrir þér,“
sagði hann. „Starf okkar og ást
okkar urðu eitt og hið sama.“
Hún faldi andlitið enn á ný í
höndum sér. „Ég er gamli félaginn
þinn,“ sagði hún. „Þú elskar mig,
vegna þess að þú veizt, að ég elska
þig svo, að það nálgast vitfirringu.“
Skyndilega skellti hún upp úr.
Hann leit upp úr teglasi sínu.
„Manstu, þegar ég var í þessum
stóra hóp og ætlaði aldrei að geta
þagnað og þú varst alltaf að rétta
mér diska, fulla af hnetum? Ég át
þær bara allar og hélt áfram að
tala.“
Bandarískur rithöfundur kom nú
til okkar til þess að fá að taka í
hönd mikilmennis. Hann heilsaði
líka Ariel og spurði hana, hvort
hún héldi, að hjónaband þeirra
mundi endast. Og það stóð aldrei
á svörum frá henni. „Hann var
kennari minn og leiðbeinandi fyrir
50 árum. Hann er enn kennari minn
og leiðbeinandi."
Dr. Durant hristi höfuðið ofsa-
lega. Það lá við, að maður færi hjá
sér vegna þessarar heitu ástar
þeirra. Ariel rétti fram vinstri
höndina og sagði: „Hann gleymdi
að kaupa handa mér giftingarhring.
Og ég hef aldrei saknað þess, að
eiga hann ekki.“
☆
Maður verður að toúa yfir vissum skammti af skynsamlegri fávizku
til þess að komast nokkuð áfram.
Charles Kettering.