Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 90

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL einkenni. Hann tók einnig eftir því, að það var greinilegt, að hún hafði horazt. Rif hennar höfðu áður verið þakin spiki, en nú sást greinilega móta fyrir þeim í gegnum húðina. En hið ömurlegasta var samt, að hið elskuleg og ómótstæðilega bros Violettu var nú horfið, hvort sem það var vegna breytingar á lögun höfuðsins, þegar hún varð svo mög- ur, eða það var af völdum þung- lyndis, er væri sjúkdómnum sam- fara. Pepino greip nú til varasjóðs líru- seðlanna, sem hann hafði nurlað saman með svo mikilli fyrirhöfn. Hann taldi þá aftur og aftur. Þetta var ekki svo lítið, þrjú hundruð lírur. Og svo sótti hann Bartoli dýralækni. Dýralæknirinn skoðaði Violettu og gaf henni inn meðal. En hún hélt samt áfram að horast og varð stöð- ugt meira lasburða. Að lokum ræskti hann sig og sagði hikandi: ,,Ja.... ég veit ekki.... það er erfitt um þetta að segja. Það gæti bæði verið eitt og annað að henni... til dæmis af einhverju skordýri, sem við höfum ekki áður orðið vör við hér í héraðinu, eða þá að ein- hver sýkill hefur bitið sig fastan í þörmunum.“ Hvernig átti hann að geta sagt nokkuð ákveðið um þetta? Hann mælti með því, að Violetta fengi góða hvíld og aðeins auðmelt- anlega fæðu. Kannske hjaraði hún, ef sjúkdómurinh yfirgæfi hana og það væri guðs vilji, að hún lifði áfram. Að öðrum kosti dæi hún á- reiðanlega, og þannig jn’ði endir bundinn á allar þjáningar hennar. Þegar dýralæknirinn var farinn, lagði Pepino höfuð sitt utan í síðu Violettu, svo að stutta, svarta hárið hans straukst við loðna húð hennar. Hann fann, að hún gekk upp og niður af mæði. Það var eins og hún gripi andann á lofti. Hann tók til að gráta beisklega. En þegar hann hafði jafnað sig að mestu, var hann búinn að gera sér grein fyrir því, hvað hann skyldi gera. Ef ekki væri neina hjálp að fá Violettu til handa hér á jörðu, yrði hann að snúa sér til æðri staðar. Hann hafði gerzt svo djarfur að ákveða að fara með Violettu inn í grafhvelfinguna undir dómkirkjunni, þar sem jarð- neskar leifar hins heilaga Frans af Assisi hvíldu, því að sá dýrlingur hafði elskað svo innilega allar þær lífverur, sem guð hafði skapað, einnig fugla og ferfætlinga, bræður okkar og systur, sem lifðu Honum til heiðurs. Og svo ætlaði hann að biðja heilagan Frans um að lækna Violettu. Pepino var ekki í nokkr- um vafa um, að þessi uppáhalds- dýrlingur hans mundi bænheyra hann, ef hann fengi bara að sjá Vio- lettu. Um allt þetta hafði Pepino fræðzt hjá Föður Damico, sem talaði um hinn heilaga Frans á alveg sérstak- an hátt, þ.e. eins og hann væri enn lifandi maður, sem maður gat átt von á að hitta, er maður gekk fyrir horn á torginu í Assisi eða beygði inn í einhverja þröngu götuna. Þar að auki var um að ræða for- dæmi fyrir þessu. Giani vinur hans, sonur Niccolos ekils, hafði farið með veika kettlinginn sinn niður í graf- hvelfinguna og beðið heilagan Frans um að lækna hann. Og kettlingnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.