Úrval - 01.12.1969, Síða 91
LITLA KRAFTAVERKIÐ
89
hafði batnað, að minnsta kosti næst-
um alveg. Að vísu dró hann aftur-
fæturna enn svolítið á eftir sér, en
hann var að minnsta kosti ekki
dauður. Pepino var alveg sann-
færður um, að dæi Violetta, þá væri
ölllu einnig lokið, hvað hann sjálf-
an snerti.
„ÞÚ SKALT ALDREI GEFAST
UPP FYRIR NEII.“
Með mikilli fyrirhöfn tókst Pep-
ino loks að fá veiku ösnuna til þess
að rísa á fætur. Hún átti erfitt með
það og skalf á beinunum. Síðan rak
hann hana eftir krókóttum götum
Assisi og upp ettir fjallshlíðinni í
átt til dómkirkjunnar. Hann notaði
keyrið eins lítið og mögulegt var,
heldur lét hann vel að henni og
bað hana um að gefast ekki upp.
Við hið fagra, tvöfalda hlið fyrir
framan kirkjuna bað hann Bróður
Bernardo, sem hafði umsjón með
grafhvelfingunni, um leyfi til þess
að teyma Violettu niður að gröf
hins heilaga Frans, svo að hún gæti
fengið heilsuna aftur. Rödd hans
var full lotningar.
Bróðir Bernardo, sem var ung-
munkur, kallaði Pepino lítinn, óguð-
legan þorpara og skipaði honum og
ösnunni hans að. hafa sig á brott
hið skjótasta. Hann sagði, að það
væri stranglega bannað að fara með
húsdýr inn í kirkjuna og að sú hugs-
un ein, að teyma asna að gröf dýr-
lingsins, væri helgispjöll. Hann
spurði Pepino líka, hvernig hann
hefði svo sem hugsað sér, að dýrið
ætti að komast niður mjóa snúna
stigann, sem væri varla nógu breið-
ur fyrir fólk. Nú, hvernig ætti þá
klunnalegt, ferfætt dýr að klöngrast
þangað niður? Hann sagði, að Pep-
ino væri augsýnilega ekki aðeins
vindhani og þorpari, heldur heimsk-
ingi í þokkabót!
Pepino hlýddi skipun ungmunks-
ins og hélt burt frá hliðinu með
handlegginn um hálsinn á Violettu.
Hann velti því fyrir sér, hvað ann-