Úrval - 01.12.1969, Síða 93

Úrval - 01.12.1969, Síða 93
LITLA KRAFTAVERKIÐ 91 gengur á fund hans. Hann veit á- reiðanlega, hvar þessi gamli inn- gangur er.“ Á LEIÐ TIL RÓMABORGAR Pepino þakkaði honum kærlega fyrir og gekk aleinn til baka til dómkirkjunnar. Þar bað hann um að mega tala við ábótann. Sá tigni maður hrósaði sér af því, að allir gætu náð fundi hans. Hann var að vísu að ræða við biskupinn í svip- inn, en samt gerði hann boð eftir Pepino, sem reikaði um í klaustur- garðinum og beið þess lotningar- fullur, að þessir tignu menn lykju samtali sínu. Þeir ábótinn og biskupinn gengu fram og aftur í garðinum, og Pep- ino tók ósjálfrátt til að hlusta á samtal þeirra af mikilli athygli, því að þeir voru einmitt að tala um heilagan Frans af Assisi. Biskupinn andvarpaði og sagði: „Hann hefur verið allt of lengi fjarverandi frá þessar jörð. Sá boðskapur, sem felst í lífi hans og starfi, er augljós hverjum þeim, sem kann að lesa. En hver gefur sér tíma til þess í öllum þessum ys og þys nú á tímum?“ Ábótinn svaraði: „Gröf hans í grafhvelfingunni dregur að sér fjölda skemmtiferðamanna hingað til Assisi. En á Heilögu ári eru dýr- lingaleifar samt árangursríkari. Bara að við hefðum tunguna úr hon- um eða lokk úr hári hans eða þótt ekki væri nema eina fingurnögl!" Augnaráð biskupsins varð fjar- rænt, og hann hristi höfuðið, róleg- ur í bragði: „Það, sem við þörfn- umst, minn kæri ábóti, er boðskap- ur, boðskapur frá miklu og heitu hjarta, sem mun tala til okkar yfir sjö alda haf og minna okkur á hinn rétta veg.“ Hann þagnaði og ræskti sig, því að hann var kurteis maður og hafði tekið eftir því, að Pepino beið eftir að ná fundi ábótans. Ábótinn sneri sér einnig við og spurði Pepino: „Já, alveg rétt, son- ur minn. Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Jú, sjáið þér til, Faðir, asnan mín, hún Violetta, er veik,“ svaraði Pepino. „Dýralæknirinn segir, að hann geti ekki gert neitt meira fyr- ir hana, og kannske deyr hún. Mig langar svo til þess að fá leyfi til að fara með hana niður að gröf hins heilaga Frans og biðja hann um að lækna hana. Hann elskaði öll dýr og einkum litla asna. Ég er viss um, að hann mun lækna hana.“ Það kom hneykslunarsvipur á andlit ábótans. „Asna? Niður í graf- hvelfinguna? Hvernig í ósköpunum hefur þér komið slíkt og þvílíkt til hugar?“ Pepino sagði ábótanum frá Giani og veika kettlingnum hans. Og bisk- upinn varð að snúa sér undan til þess að dylja bros sitt. Ábótanum datt aftur á móti í hug, að það yrði að minna munkana á að vera fram- vegis betur á verði gagnvart litl- um drengjum eða öðru fólki, sem legði leið sína í grafhvelfinguna, og gá að því, hvort það sæjust ekki einhverjar óeðlilegar bungur á því einhvers staðar. „Auðvitað getum við ekki leyft slíkt,“ sagði hann svo. „Nú, allir bæjarbúar mundu koma þramm- andi með veika hunda, uxa, geitur eða jafnvel svín, áður en við vissum af. Og hvernig mundi það svo enda?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.