Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 93
LITLA KRAFTAVERKIÐ
91
gengur á fund hans. Hann veit á-
reiðanlega, hvar þessi gamli inn-
gangur er.“
Á LEIÐ TIL RÓMABORGAR
Pepino þakkaði honum kærlega
fyrir og gekk aleinn til baka til
dómkirkjunnar. Þar bað hann um
að mega tala við ábótann. Sá tigni
maður hrósaði sér af því, að allir
gætu náð fundi hans. Hann var að
vísu að ræða við biskupinn í svip-
inn, en samt gerði hann boð eftir
Pepino, sem reikaði um í klaustur-
garðinum og beið þess lotningar-
fullur, að þessir tignu menn lykju
samtali sínu.
Þeir ábótinn og biskupinn gengu
fram og aftur í garðinum, og Pep-
ino tók ósjálfrátt til að hlusta á
samtal þeirra af mikilli athygli, því
að þeir voru einmitt að tala um
heilagan Frans af Assisi. Biskupinn
andvarpaði og sagði: „Hann hefur
verið allt of lengi fjarverandi frá
þessar jörð. Sá boðskapur, sem felst
í lífi hans og starfi, er augljós
hverjum þeim, sem kann að lesa. En
hver gefur sér tíma til þess í öllum
þessum ys og þys nú á tímum?“
Ábótinn svaraði: „Gröf hans í
grafhvelfingunni dregur að sér
fjölda skemmtiferðamanna hingað
til Assisi. En á Heilögu ári eru dýr-
lingaleifar samt árangursríkari.
Bara að við hefðum tunguna úr hon-
um eða lokk úr hári hans eða þótt
ekki væri nema eina fingurnögl!"
Augnaráð biskupsins varð fjar-
rænt, og hann hristi höfuðið, róleg-
ur í bragði: „Það, sem við þörfn-
umst, minn kæri ábóti, er boðskap-
ur, boðskapur frá miklu og heitu
hjarta, sem mun tala til okkar yfir
sjö alda haf og minna okkur á hinn
rétta veg.“ Hann þagnaði og ræskti
sig, því að hann var kurteis maður
og hafði tekið eftir því, að Pepino
beið eftir að ná fundi ábótans.
Ábótinn sneri sér einnig við og
spurði Pepino: „Já, alveg rétt, son-
ur minn. Hvað get ég gert fyrir þig?“
„Jú, sjáið þér til, Faðir, asnan
mín, hún Violetta, er veik,“ svaraði
Pepino. „Dýralæknirinn segir, að
hann geti ekki gert neitt meira fyr-
ir hana, og kannske deyr hún. Mig
langar svo til þess að fá leyfi til að
fara með hana niður að gröf hins
heilaga Frans og biðja hann um að
lækna hana. Hann elskaði öll dýr
og einkum litla asna. Ég er viss
um, að hann mun lækna hana.“
Það kom hneykslunarsvipur á
andlit ábótans. „Asna? Niður í graf-
hvelfinguna? Hvernig í ósköpunum
hefur þér komið slíkt og þvílíkt til
hugar?“
Pepino sagði ábótanum frá Giani
og veika kettlingnum hans. Og bisk-
upinn varð að snúa sér undan til
þess að dylja bros sitt. Ábótanum
datt aftur á móti í hug, að það yrði
að minna munkana á að vera fram-
vegis betur á verði gagnvart litl-
um drengjum eða öðru fólki, sem
legði leið sína í grafhvelfinguna,
og gá að því, hvort það sæjust ekki
einhverjar óeðlilegar bungur á því
einhvers staðar.
„Auðvitað getum við ekki leyft
slíkt,“ sagði hann svo. „Nú, allir
bæjarbúar mundu koma þramm-
andi með veika hunda, uxa, geitur
eða jafnvel svín, áður en við vissum
af. Og hvernig mundi það svo enda?