Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
það, sem hér hefur gerzt, því að,
hann er mikill maður og góður
maður. En hann er svo önnum kaf-
inn við að fjalla um þýðingarmikil
mál, að það væri ómögulegt fyrir
hann að veita sér tíma til þess að
tala við þig.“
Pepino hélt aftur heim í gripahús
Niccoloos. Hann hélt áfram að
hjúkra Violettu, gaf henni fóður og
vatn og nuddaði snoppuna á henni
hvað eftir annað. Svo sótti hann
peningana, sem hann geymdi í stein-
krukkunni langt niðri í hálmhaugn-
um og taldi þá aftur. Hann átti nú
næstum 300 lírur. Hann lagði 100
lírur til hliðar og lofaði Giani vini
sínum, að hann skyldi fá þær, ef
hann hugsaði vel um Violettu, með-
an hann færi í svolítið ferðalag. Svo
klappaði hann henni einu sinni enn,
þurrkaði af sér tárin, sem voru enn
byrjuð að streyma, þegar hann sá,
hve mögur hún var orðin. Svo fór
hann í jakkann sinn og hélt út á
þjóðveginn. Þar rétti hann upp
þumalfingurinn til þess að biðja
um far, en það hafði Francis Xavier
O'Halloran kennt honum. Og hann
fékk brátt far með vörubíl. Hann
var nú á leið til Rómaborgar til
þess að heimsækja páfann.
VÖNDUR AF VORBLÓMUM
Aldrei hafði neinn drengur virzt
vera svo lítill og umkomulaus og
Pepino, þegar hann stóð á hinu
óseigjanlega stóra Péturstorgi, sem
var næstum autt svo senmma morg-
uns. Það virtist allt gnæfa til him-
ins allt í kringum hann. Nálægð
hinna yfirlætislegu bygginga gerði
það að verkum, að hann virtist vera
enn horaðri og aumari, þar sem hann
stóð þarna berfættur á torginu í
rifnu buxunum sínum og ræfilslega
jakkanum. Aldrei hafði nokkur
drengur verið eins einmana og
hræddur. Aldrei hafði nokkur
drengur fundið eins greinlega til
yfirþyrmandi smæðar sinnar og
umkomuleysis. Aldrei hafði hjarta
nokkurs drengs verið þrúgað af
þyngri sorg.
Það var Rómaborg sjálf, sem
magnaði þessar kenndir innra með
honum. Virðuleik og hátign hinna
glæstu bygginga og minnismerkja
fylltu hann lotningu. Áhrifin voru
svo yfirþyrmandi, að hugrekki hans
tók að dvína og hann gerði sér
snögglega grein fyrir því, að erindi
hans sjálfs hlaut auðvitað að vera
alveg vonlaust, aðeins sóun tíma
og krafta. En samtímis sá hann einn-
ig fyrir sér litlu, döpru ösnuna, sem
mundi áreiðanlega deyja, nema
hann útvegaði henni einhverja
hjálp. Sú hugsun veitti honum
krafta til þess að leggja af stað
yfir hið risavaxna torg eftir langt
hik og nálgast óttasleginn einn af
hliðarinngönguhliðunum að Vati-
kaninu.
Vörðurinn í svissneska lífvarðar-
liðinu, sem var klæddur í miðalda-
einkennisbúning í gulum, rauðum
og bláum lit og með langa spjótexi
í hendi, virtist vera alveg risavax-
inn og ógnvekandi á svipinn. Samt
gekk Pepino alveg að honum og
spurði: „Fyrirgefðu, en viltu ekki
fylgja mér á fund páfans? Mig lang-
ar svo að tala við hann um ösnuna
mína, hana Violettu.‘“
Varðmðurinn brosti, og bros hans