Úrval - 01.12.1969, Side 99

Úrval - 01.12.1969, Side 99
LITLA KRAFTAVERKIÐ 97 búizt við. Barnið og blómvöndur- inn höfðu skyndilega komið honum í slæma klípu, sem hann slyppi ekki svo auðveldlega úr, meðan þessi stóru augu, full trúnaðartrausts, héldu áfram að einblína á hann. En hann hafði samt nokkra reynslu í því, hvernig bregðast skyldi við í slíkum málum. Hann þurfti ekki að gera annað en að biðja einhvern starfsfélaga sinn um að taka við varðstöðunni augnablik, fara svo inn í varð- mannaklefann, kasta blómunum og bréfinu í pappírskörfuna, dveljast hæfilega lengi þar inni og koma svo aftur út og segja drengnum, að Hans heilagleiki þakkaði fyrir blómin og honum þætti leitt, að að- kallandi og þýðingarmikil málefni gerðu honum það ókleift að veita honum áheyrn. Varðmaðurinn hélt strax inn í varðmannaklefann, staðráðinn í að leika þessar listir sínar. En þegar hann var kominn þangað inn, upp- götvaði hann sér til mikillar undr- unar, að nú gat hann ekki leikið þessar listir. Þarna stóð pappírskarfan og gapti eins og stór munnur, sem beið eftir fórnargjöf sinni. En fingur hans gátu samt ekki sleppt takinu á litla blómvendinum. En hve litlu blómin voru fersk, svöl og yndisleg! Þau komu honum til þess að hugsa um hinar fjarlægu bernskustöðvar í grænu dölunum nálægt Luzern. Hann sá nú fyrir sér að nýju hin snæviþöktu fjöll bernskunnar, litlu snotru kofana, sem líktust helzt leikföngum, og gullgráu kýrnar með blíðlegu augun, sem voru á beit í blómskreyttum fjallshlíðunum. Og hann heyrði hina hrífandi, hvellu hljóma í klukku foryztukýrinnar. Hann var svo ringlaður vegna þessara viðbragða sinna, að hann fór út úr varðmannaklefanum og reikaði áfram eftir löngu göngun- um, því að hann vissi ekki, hvert hann ætti að halda eða hvað hann ætti að gera við gjöf drengsins. Til allrar hamingju rakst hann bráðlega á lítinn, önnum kafinn prest, sem var einn af hinum fjölmörgu skrif- urum og riturum, sem starfa í Vati- kaninu. Presturinn stanzaði alveg undrandi við þessa sýn, sem fyrir augu hans bar. Hann starði undr- andi á stóra, sterkbyggða varð- manninn, sem stóð þarna eins og þvara og einblíndi hjálparvana á svolítinn blómvönd, sem hann hélt á. Og þannig gerðist hið iitla krafta- verk, sem færði bænarskjal og' fórnargjöf Pepinos litla yfir þau landamæri í höllinni, sem greindu á milli hins veraldlega og kirkju- lega hluta ríkisins. Varðmanninum til mikils léttis tók presturinn sem sé á móti þessum tveim hlutum, sem brenndu fingur hans en hann gat samt ekki fengið sig til þess að kasta burt. Og þessir tveir hlut- ir hrifu einnig prestinn á undarleg- an hátt með þeim einkennilega áhrifamætti, sem blóm hafa. Þau eru útbreidd um víða veröld, en samt tekst þeim að vekja kærar og persónulegar minningar hjá hverj- um þeim, sem virðir fyrir sér lítinn blómvönd. Á þennan hátt héldu vorblómin hans Pepinos litla áfram ferðalagi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.