Úrval - 01.12.1969, Page 100

Úrval - 01.12.1969, Page 100
98 ÚRVAL sínu. Þau voru rétt úr einni hendi yfir í aðra og komust sífellt hærra og hærra. Þau dvöldu örstutta stund hjá fulltrúanum í Postuladeildinni, einnig hjá hinum Páfalega ölmusu- veitanda, hjá hinum Páfalega kirkjuverði, yfirumsjónarmanni hinna heilögu halla og hinum Páfa- lega kammerherra. Daggardroparn- ir á krónublöðunum gufuðu upp. Þau misstu sinn jómfrúarlega fersk- leika og fóru að drúpa höfði. En samt héldu þau töframætti sínum. Samt höfðu þau enn að geyma boð- skap sinn um kærleikann og fögru minningarnar, svo að enginn þess- ara milligöngumanna gat fengið það af sér að kasta þeim frá sér. Um síðir voru þau svo lögð á skrifborðið hjá manni þeim, er þau voru ætluð, ásamt bréfinu, er þeim fylgdi. Hann las bréfið og sat svo lengi og virti blómin fyrir sér. Hann lokaði sem snöggvast augunum til þess að greina betur þá mynd, sem kom. fram í huga hans, myndin af honum sjálfum sem litlum . dreng í Rómaborg í sunnudagsferð uppi í Albanafjöllunum, þar sem hann ‘sá blómstrandi villifjólur fyrsta sinni. Þegar hann opnaði augun aftur, sagði hann við ritara sinn: „Leyfið barninu að koma hingað upp. Ég ætla að tala við það. „Og svona at- vikaðist það, að Pepino fékk áheyrn hjá páfanum. Hann sat í allt of stór- um stól og sagði honum alla söguna af Violettu. Hann skýrði honum frá því, hversu nauðsynlegt það væri, að hann fengi að fara með hana niður að gröf hins heilaga Frans. Hann sagði honum frá ábótnum, sem hafði komið í veg fyrir, að honum tækist þetta. Hann sagði honum einnig frá Föður Damico, frá brosi Violettu og hversu vænt hon- um þætti um hana. Hann jós öllu því, sem hafði fyllt hjarta hans, yfir þennan góða mann, sem sat þarna kyrrlátur á bak við skrif- borðið sitt. Og Pepino litli var alveg viss um, að hann væri hamingjusamasti drengurinn í víðri veröld, þegar honum var fylgt út úr skrifstofu hins heilaga Föður eftir hálftíma. Hann hafði ekki aðeins hlotið per- sónulega blessun sjálfs páfans, held- ur hafði hann nú tvö sendibréf í jakkavasa sínum. Annað var stílað til ábótans í klaustrinu í Assisi og hitt til Föður Damicos. Nú fannst honum ekki lengur sem hann væri svo óskaplega lítilmótleg og þýð- ingarlítil persóna, þegar hann gekk fram hjá hinum undrandi, en glaða varðmanni og hélt út á torgið, sem honum fannst nú ekki lengur svo yfirþyrmandi stórt sem fyrr. Hann var aftur á móti svo þakklátur í huga og sigurviss, að honum fannst, að hann gæti tekið sig á loft í einu stökki og flogið heim til Violettu sinnar. „ÞÚ ÁTT EKKI AÐEINS AÐ HEIMTA, HELDUR EINNIG GEFA“ Pepino var kominn heim til Ass- isi fyrir myrkur um kvöldið. Hann hélt stoltur heim til Föður Damicos þegar hann hafði litið snöggvast á Violettu og fullvissað sig um, að Giani hafði nú gætt hennar vel og að henni hefði að minnsta kosti ekki hrakað, meðan hann var í burtu. Hann fékk Föður Damico bréfin,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.