Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
sínu. Þau voru rétt úr einni hendi
yfir í aðra og komust sífellt hærra
og hærra. Þau dvöldu örstutta stund
hjá fulltrúanum í Postuladeildinni,
einnig hjá hinum Páfalega ölmusu-
veitanda, hjá hinum Páfalega
kirkjuverði, yfirumsjónarmanni
hinna heilögu halla og hinum Páfa-
lega kammerherra. Daggardroparn-
ir á krónublöðunum gufuðu upp.
Þau misstu sinn jómfrúarlega fersk-
leika og fóru að drúpa höfði. En
samt héldu þau töframætti sínum.
Samt höfðu þau enn að geyma boð-
skap sinn um kærleikann og fögru
minningarnar, svo að enginn þess-
ara milligöngumanna gat fengið það
af sér að kasta þeim frá sér.
Um síðir voru þau svo lögð á
skrifborðið hjá manni þeim, er þau
voru ætluð, ásamt bréfinu, er þeim
fylgdi. Hann las bréfið og sat svo
lengi og virti blómin fyrir sér. Hann
lokaði sem snöggvast augunum til
þess að greina betur þá mynd, sem
kom. fram í huga hans, myndin af
honum sjálfum sem litlum . dreng í
Rómaborg í sunnudagsferð uppi í
Albanafjöllunum, þar sem hann ‘sá
blómstrandi villifjólur fyrsta sinni.
Þegar hann opnaði augun aftur,
sagði hann við ritara sinn: „Leyfið
barninu að koma hingað upp. Ég
ætla að tala við það. „Og svona at-
vikaðist það, að Pepino fékk áheyrn
hjá páfanum. Hann sat í allt of stór-
um stól og sagði honum alla söguna
af Violettu. Hann skýrði honum frá
því, hversu nauðsynlegt það væri,
að hann fengi að fara með hana
niður að gröf hins heilaga Frans.
Hann sagði honum frá ábótnum,
sem hafði komið í veg fyrir, að
honum tækist þetta. Hann sagði
honum einnig frá Föður Damico, frá
brosi Violettu og hversu vænt hon-
um þætti um hana. Hann jós öllu
því, sem hafði fyllt hjarta hans,
yfir þennan góða mann, sem sat
þarna kyrrlátur á bak við skrif-
borðið sitt.
Og Pepino litli var alveg viss um,
að hann væri hamingjusamasti
drengurinn í víðri veröld, þegar
honum var fylgt út úr skrifstofu
hins heilaga Föður eftir hálftíma.
Hann hafði ekki aðeins hlotið per-
sónulega blessun sjálfs páfans, held-
ur hafði hann nú tvö sendibréf í
jakkavasa sínum. Annað var stílað
til ábótans í klaustrinu í Assisi og
hitt til Föður Damicos. Nú fannst
honum ekki lengur sem hann væri
svo óskaplega lítilmótleg og þýð-
ingarlítil persóna, þegar hann gekk
fram hjá hinum undrandi, en glaða
varðmanni og hélt út á torgið, sem
honum fannst nú ekki lengur svo
yfirþyrmandi stórt sem fyrr. Hann
var aftur á móti svo þakklátur í
huga og sigurviss, að honum fannst,
að hann gæti tekið sig á loft í einu
stökki og flogið heim til Violettu
sinnar.
„ÞÚ ÁTT EKKI AÐEINS AÐ
HEIMTA, HELDUR EINNIG GEFA“
Pepino var kominn heim til Ass-
isi fyrir myrkur um kvöldið. Hann
hélt stoltur heim til Föður Damicos
þegar hann hafði litið snöggvast á
Violettu og fullvissað sig um, að
Giani hafði nú gætt hennar vel og
að henni hefði að minnsta kosti ekki
hrakað, meðan hann var í burtu.
Hann fékk Föður Damico bréfin,