Úrval - 01.12.1969, Page 101
LITLA KRAFTAVERKIÐ
99
eins og honum hafði verið sagt að
gera.
Faðir Damico horfði á umslagið,
sem stílað var til ábótans. Og svo
las hann bréfið, sem honum sjálfum
var ætlað, gripinn djúpri og hlýrri
hamingjukennd. Síðan sagði hann
við Pepino: „Á morgun afhendum
við ábótanum bréfið, sem stílað er
tii hans. Hann lætur senda eftir
steinhöggvara, og gamla hleðslan
verður brotin niður, svo að þú getir
teymt Violettu inn í grafhvelfing-
una og beðið þar um að hún megi
fá heilsuna aftur. Páfinn hefur sjálf-
ur látið í ljósi ósk um, að þannig
skuli farið að.“
Páfinn hafði auðvitað ekki skrif-
að þessi bréf eigin hendi. Kardínál-
inn, er starfaði sem ritari hans,
hafði fundið til innilegrar gleði- og
fullnægjukenndar, þegar hann
samdi eftirfarandi skilaboð til Föð-
ur Damicos með samþykki páfahs:
Ábótinn hlýtur að vita, að í
jarðvist sinni lét hinn heilagi
Frans lítið lamb fylgja sér inn í
kirkjuna, lamb, sem fylgdist með
honum hvarvetna í Assisi. Er
ASNINN ekki alveg eins vel-
skapaður af Guði, þótt feldur
hans sé grófari og eyru hans
lengri?
Hann skrifaði einnig um hitt
vandamálið, sem Faðir Damico
ræddi svo um við Pepino á sinn
sérstaka hátt.
Hann sagði við Pepino: „Pepino,
það er svolítið, sem þú verður að
skilja, áður en við höldum á fund
ábótans. Þú trúir skilyrðislaust á
hinn heilaga Frans, og þess vegna
vonar þú auðvitað, að hann muni
hjálpa þér áð lækna ösnuna þína. En
hefurðu hugsað til þess möguleika,
að hann, sem annaðist af slíkum
kærleika hin ýmsu dýr, sem Guð
skapaði, elskaði Violettu svo heitt,
að hann óskaði eftir að hafa hana
við hlið sér í Paradís?“
Pepino litla rann kalt vatn milli
skinns og hörunds, en honum
heppnaðist þó að stama út úr sér
þessum orðum: „Nei .... Faðir ....
um .... það .... hafði ég ekki hugs-
að ....“ Presturinn hélt áfram máli
sínu: „Ætlarðu að fara niður í graf-
hvelfinguna til þess eins að heimta
... eða ætlarðu einnig að vera reiðu-
búinn að. gefa.... ef slíkt reynist
nauðsynlegt?“
Sál Pepinos litla gerði uppreisn
gegn þeirri hugsun, að ef til vill
yrði hann að glata Violettu, jafnvel
þótt hann glataði henni í hendur
hinum heilaga Frans, sem honum
þótti svo undur vænt um. En hann
leit um síðir dapur í bragði upp