Úrval - 01.12.1969, Side 101

Úrval - 01.12.1969, Side 101
LITLA KRAFTAVERKIÐ 99 eins og honum hafði verið sagt að gera. Faðir Damico horfði á umslagið, sem stílað var til ábótans. Og svo las hann bréfið, sem honum sjálfum var ætlað, gripinn djúpri og hlýrri hamingjukennd. Síðan sagði hann við Pepino: „Á morgun afhendum við ábótanum bréfið, sem stílað er tii hans. Hann lætur senda eftir steinhöggvara, og gamla hleðslan verður brotin niður, svo að þú getir teymt Violettu inn í grafhvelfing- una og beðið þar um að hún megi fá heilsuna aftur. Páfinn hefur sjálf- ur látið í ljósi ósk um, að þannig skuli farið að.“ Páfinn hafði auðvitað ekki skrif- að þessi bréf eigin hendi. Kardínál- inn, er starfaði sem ritari hans, hafði fundið til innilegrar gleði- og fullnægjukenndar, þegar hann samdi eftirfarandi skilaboð til Föð- ur Damicos með samþykki páfahs: Ábótinn hlýtur að vita, að í jarðvist sinni lét hinn heilagi Frans lítið lamb fylgja sér inn í kirkjuna, lamb, sem fylgdist með honum hvarvetna í Assisi. Er ASNINN ekki alveg eins vel- skapaður af Guði, þótt feldur hans sé grófari og eyru hans lengri? Hann skrifaði einnig um hitt vandamálið, sem Faðir Damico ræddi svo um við Pepino á sinn sérstaka hátt. Hann sagði við Pepino: „Pepino, það er svolítið, sem þú verður að skilja, áður en við höldum á fund ábótans. Þú trúir skilyrðislaust á hinn heilaga Frans, og þess vegna vonar þú auðvitað, að hann muni hjálpa þér áð lækna ösnuna þína. En hefurðu hugsað til þess möguleika, að hann, sem annaðist af slíkum kærleika hin ýmsu dýr, sem Guð skapaði, elskaði Violettu svo heitt, að hann óskaði eftir að hafa hana við hlið sér í Paradís?“ Pepino litla rann kalt vatn milli skinns og hörunds, en honum heppnaðist þó að stama út úr sér þessum orðum: „Nei .... Faðir .... um .... það .... hafði ég ekki hugs- að ....“ Presturinn hélt áfram máli sínu: „Ætlarðu að fara niður í graf- hvelfinguna til þess eins að heimta ... eða ætlarðu einnig að vera reiðu- búinn að. gefa.... ef slíkt reynist nauðsynlegt?“ Sál Pepinos litla gerði uppreisn gegn þeirri hugsun, að ef til vill yrði hann að glata Violettu, jafnvel þótt hann glataði henni í hendur hinum heilaga Frans, sem honum þótti svo undur vænt um. En hann leit um síðir dapur í bragði upp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.